Skírnir - 01.01.1953, Page 34
30
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
Þannig efla fjarvistirnar frá ættlandinu heilbrigðan metn-
að hans, að vera því til sóma, en ala ekki á óvirkum söknuði.
Heimþrá verður honum sjaldan að yrkisefni, og kveður hann
þó raunar:
Ég á orðið einhvern veginn
ekkert föðurland.1
En yfirleitt verður ættjarðarást honum aflgjafi, og eru glögg
dæmi þess Þó þú langförull legðir og Fossaföll, þar sem sjón-
inni er ekki beint aftur í drauma og hugarvíl, heldur fram
á veg.
Og Stephan klofnar aldrei í togstreitunni milli heimkynna
minninganna og raunheimsins. Sem brezkur þegn fann hann
til ábyrgðar, er olli aftur umvöndunum hans og átölum.
Vesturheimur — og þá einkum Kanada og sérstaklega Al-
berta — voru honum hugfólgin, og hann orti þeim gullfalleg
kvæði. Kirkconnell segir, að ekkert kanadískt skáld hafi á
nokkurri tungu lýst vesturríkjunum til jafns við Stephan.2
En hann kveður líka, að þótt brýrnar séu brotnar að baki,
gamli heimurinn að eilífu eyddur í Surtarloga, séu þó eftir
í nýja heiminum gulltöflurnar, sem eldurinn fékk ekki grand-
að, og — „hver gulltafla er íslenzk endurminning“.3
Ættjarðarástin er að hans áliti dýpsta rót, undirstaða víð-
tækara veraldarskilnings. Hann yrkir (1913):
Heimsborgari er ógeðs yfirklór.
Alþjóðrækni er hverjum manni of stór,
út úr seiling okkar stuttu höndum.4
En áður (1897) segir hann:
öll veröld sveit mín er.5
Og eftir þetta (1924) kveðst hann „næst því að vera eins
1) Útlegðin, A. I, 111; Úrv., 91.
2) University of Toronto Quarterly V, 1936, 272; sbr. Lögberg 20.
ágúst 1953.
3) Bundin ræða fyrir minni Kanada, A. I, 162; Úrv., 95.
4) Ferðaföggur, A. IV, 190; Úrv., 125.
5) Mála milli, A. II, 73.