Skírnir - 01.01.1953, Side 35
Skímir
Stephan G. Stephansson
31
konar „umfeðmingur“ eða „univcrsalisti'1 2 3 4."1 Við fyrsta álit
virðist þetta stangast á, sem væri ólíkt Stephani, enda er því
ekki til að dreifa. Enginn ann hugástum nema föðurlandinu
einu, og án ættjarðarástar er alheimshugðin — alþjóðræknin
— aðeins yfirskin. Hins vegar má bœSi elska fósturjörðina
og láta sér annt um allan heiminn, finna til skyldleika og
áhuga gagnvart gjörvallri veröld. Og Stephani var ekkert
mannlegt óviðkomandi. Margar ráðgátur mannkyns og helztu
heimsviðburðir um hans daga verða honum viðfangsefni, svo
að samtíminn endurspeglast ekki eins greinilega í ljóðum
nokkurs annars íslenzks skálds. Hann yrkir út af Búastríð-
inu,2 Dreyfusmálinu,3 því hermdarverki, er skotið var á
varnarlausa rússneska verkamenn, sem voru með ávarp á
leið til zarsins,4 og síðast en ekki sízt varð heimsstyrjöldin
fyrri honmn tilefni margra kvæða (VígslöSi). Og allt eru
þetta ádeilukvœði. Sá kveðskapur Stephans er bæði mikill og
merkilegur, þótt hér verði að lokum að víkja stuttlega að
honum sem öðru hér á undan.
Stephan var leitandi og oft efins um, hvað rétt væri. En
þegar hann hafði eftir beztu vitund og af fremsta megni brot-
izt til niðurstöðu, lét hann ekki af sannfæringu sinni, en
barðist ótrauður með og móti því, er hún bauð. Og með tröll-
auknum átökum veittist hann gegn þremur stórveldum aðal-
lega: hernáði, auðvaldi og kirkjulegurn trúarbrögðum.
Styrjaldir fordæmir hann, illur sé tilgangur þeirra og af-
leiðingarnar óbætanlegar hörmungar. Og ein styrjöld elur
aðra af sér. „Sigruð þjóð, sem lofað er að lifa, lifir til að
hefna.“ Sigrar eru „hefndargjafir“.5 Helzt kynni að binda
endi á styrjaldir sameiginlegur söknuður gjörvalls mannkyns
eftir allsherjar-ástvinamissi. „Efldust tunga sannleikans er
reynslan.“6
1) Br. III, 137.
2) Transvaal, A. II, 260; Úrv., 260 (1899).
3) Rennes, A. II, 271; Úrv., 270 (1899).
4) Pétursborg, A. II, 298; Úrv., 273 (1905).
5) Vopnahlé, A. V, 134; Úrv., 288.
6) Sama kvæði, A. V, 148; Úrv., 300.