Skírnir - 01.01.1953, Page 36
32
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
Stundum var Stephan í vígamóði í baráttu sinni fyrir frið-
inum og var þar óbilgjarnastur í garð þeirra, sem hann bar
mest fyrir brjósti, Englendinga og fslendinga, og lét hvorki
aftra sér hættur né hatur. Löndum hans sveið að vonum
sárt síðasta kvæðið í Vígslóða, Fjallkonan til hermannanna,
sem heim koma, enda var það vægast sagt ekki sanngjamt
og því síður nærgætnislegt. En hér mælti maður, sem var
svo mikið niðri fyrir, að þá innri raust fékk engin tillitssemi
bælt, enda lét hann vinsældarvonir aldrei ráða orðum sínum.
En ekki var hann svo algjör friðarsinni, að hann tæki lífið
ávallt fram yfir dauðann. Það mátti kaupa það of dýru verði.
Illugi kýs sómann fram yfir lífið.1 Stephan kveðst mundu
verja England, ef á það yrði ráðizt,2 og fús taka þátt í orra-
hríð undirstétta við „völd og fé“, jafnvel í vonlausri baráttu,
því að „ærlegra væri ykkar stríð“.3
Nátengdar eru ádeilurnar á styrjaldir og á auð- og kúg-
unarvaldid, því að styrjöld sprettur af ágirnd til auðs og
valda, af ágengnis- og misréttis-fyrirkomulagi meðal ein-
staklinga sem þjóða — þar sem „iðjulaust fjársafn á féleysi
elst“ og „fáir“ villa rnn fyrir fjöldanum og stjórna honum.4
„Þegar þjóðir og einstaklingar bjargast á því einu að lifa af
annarra brauði, verða vopnin úr því að skera, hver eigi að
éta eða láta étast... Þjóðirnar, það er að segja auðvald og
konungar, verða að drepast á um þetta.“5 Tryggasta ráðið
til umbyltingar er ekki „uppreisn og bardagar“, heldur „að
gera auðlegð óeftirsóknarverða11.6 Hálfsjötugur að
aldri mænir Stephan vonaraugum til rússnesku byltingar-
innar, þar sé ef til vill verið að fullkomna fyrirheit frönsku
stjórnbyltingarinnar: jafnréttið. En hann vonar aðeins og
grunar, kvæðið Bolsheviki, sem hann yrkir þá (1918), er allt
spumingar.
1) Illugadrápa, A. II, 122—125; Úrv., 40—42.
2) Sbr. Transvaal, A. II, 264; Úrv. 263.
3) Jafningjamir, A. I, 273; Úrv., 243—244.
4) Kveld, A. I, 228—231; Úrv., 323—325.
5) Br. II, 47 (1914).
6) Br. II, 199 (1919).