Skírnir - 01.01.1953, Page 38
34
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skírnir
mannástar, enda var Stephan sannarlegur mannvinur. En
mannúðin, skynsemi hans og siðferðisþrek mótmæltu kær-
leiksboðskap skilyrðislausrar fyrirgefningar.1 Ofar kærleikan-
um skipaði hann sanngirni og sannleika.2
„Þó allur mannheimur bæri mig atkvæðum með fyrir-
gefningunni sinni —- og yrði sáluhólpinn fyrir það, færi ég
heldur norður og niður með sannleikanum og huggaði mig
við, að við værum þó heiðarlegur minnihluti,“ lætur hann
eina sögupersónu sína segja.3
Fram yfir trúna tók hann viljann — þann vilja að hlíta
beztu réttlætisvitund.4 Stephan var því vantrúarmaður. Sjálf-
ur talar hann um sín „hálfkristnu ljóð“,5 segist vera „guð-
leysingi, í öllum kirkjulegum skilningi“,6 og kallar sig heið-
ingja og aþeista.7 Á annað líf trúir hann ekki, en neitar
því ekki heldur, kveðst albúinn að taka þvi, ef það þyrfti
sín með.8 En hann hafnar alveg ýmsum höfuðatriðum krist-
innar trúar, svo sem bæði endurlausnar- og yfirbótarkenning-
unni — o: hann trúir hvorki, að annar geti tekið á sig okkar
skuldir né heldur við sjálf endurgreitt þær með nýjum skyldu-
eða góðverkum. Þessi fyrirgefningarboðskapur sé þrekleysis
undanhald — trúin á fórnardauðann, „á annars hjörg“, sé
„drottinssvik við siðakrafta sjálfra okkar“9 — og „engin
góðverk gjalda eldri syndir“.10 Sérhver verður að standa
fyrir sjálfs sin gerðum, rísa undir eigin ábyrgð. Stephan
víkur þessu því sízt til neinnar linkindar. Þvert á móti gerir
„vantrú“ hans erfiðleikana þungbærari, „skuggana stærri11,11
en losar manninn jafnframt undan erfðakenningum og sjálfs-
1) Sbr. m. a. Br. III, 283 (1926).
2) Sbr. m. a. Br. II, 6 (1893); IV, 50—53 (1899); III, 280—281 (1926).
3) Br. IV, 64 (1900).
4) Sbr. m. a. A. I, 246 (1901) og Br. IV, 286 (1907).
5) Á ferð og flugi, A. III, 48; tJrv., 161.
6) Br. I, 344 (1904).
7) Br. I, 217 (1909).
8) André Courmont, A. VI, 87-—88; Úrv., 197—198 (1924).
9) Bennes, A. II, 272; Úrv., 270 (1899).
10) Guðbjartur glói, A. VI, 288—289; Úrv., 322—323 (1926).
11) Vantrúin, 2. er., A. I, 17; Úrv., 307 (1891).