Skírnir - 01.01.1953, Page 40
36
Steingrímur J. Þorsteinsson
Skirnir
miðið var ekki eilíf himnaríkisvist sem ofanálag á órétt jarð-
lífsins, heldur svo sanngjarn og réttlátur mannheimur, að
hann þyrfti ekki slíkrar ávísanar við sér til uppbótar1 —
farsæld allra þessa heims, sjálfsrækt einstaklingsins, efling
og aukning manndómsins, manngildisins. „Framförin er lífs-
ins sanna sæla.“2 3 Það var framfararáðið að leggja hið hezta
í sjálfum sér fram þar, sem það kæmi að fyllstum notum,
í umhverfi sínu og með eigin þjóð, „en menning og framför
hvers þjóðflokks, hversu smár sem hann er, er auki og styrkur
almanna-göfgisins“.s Fyrir þessa eilífðarstefnu skyldi lifað,
en ekki sjálfum sér til umbunar frá mönnum eða guðum:
Hagnaðslaus að vilja vel
verður hreinust trúin.4
Sú var sælan og sá ódauðleikinn, að lífsstarf manna yrði
þannig framlag í sameiginlegri viðleitni til göfgunar og þrosk-
unar mannkyns, — það, „sem bezt var í sálu mín sjálfs,“5
lifir öðrum til farsældar með því
að hugsa ekki í árum, en öldum,
að alheimta ei daglaun að kvöldum
— því svo lengist mannsævin mest.
Það er ekki oflofuð samtíð,
en umbætt og glaðari framtíð,
sú veröld, er sjáandinn sér.6
1) Sbr. Kveld.
2) André Courmont.
3) Br. III, 137 (1924).
4) Eftirköst.
5) Kveld.
6) Bræðrabýti.