Skírnir - 01.01.1953, Page 41
EINAR ÓL. SVEINSSON
UM ÍSLENZKT ÞJÓÐERNI
Forstöðumenn þessa uppeldismálaþings hafa beðið mig að
segja nokkur orð um íslenzkt þjóðemi. Ekki vildi ég og ekki
gat ég látið undir höfuð leggjast að verða við þeirri bón.
Mörg eru þau árin orðin, sem það mál hefur verið mér hug-
stæðast ég held allra mála. Af því leiðir þá aftur, að ég veit
ekki, hvað ég skal helzt segja. Efnin liggja tvenn og þrenn á
tungu mér, en þó verður ekki meira en eitt sagt í senn, og
ekki verður um margt fjallað í einni stuttri ræðu.
fslenzkar fornbókmenntir greina nóg dæmi, sem tjá þá til-
finningu, að fslendingar væru sérstök þjóð. Sú tilfinning hef-
ur án efa verið til á öllum öldum. Eftir að tímar liðu og meira
bil varð milli tungna Norðurlandaþjóða, verður mönnum hér
glöggt eitt meginatriði íslenzks þjóðernis, sem er tengitaug
menningarinnar öld eftir öld, en greinir hana um leið öllu
öðru meir frá öðrum þjóðum: tungan. Hjá Birni á Skarðsá
er hugsunin um þjóðina samofin hugsuninni um sögu hennar,
svo að minnt getur á 19. öldina. Ég skal ekki rekja þennan
feril áfram. Við hlaupum tvær aldir í áttina til vorra daga,
og þá verða fyrir okkur Fjölnismenn, Jón Sigurðsson og aðrir
þeir, sem þátt áttu í þeirri menningar- og þjóðernisvakningu,
sem þá fór um landið. Þjóðerni og þjóðfrelsi tengdist þá á
þann hátt, að það hefur síðan verið magnað hvort af öðru.
í Fjölni og Nýjum félagsritum frekar öðrum ritum var
mörkuð stefnan. Einkum er hér merkileg grein Jóns Sigurðs-
sonar í 2. bindi Nýrra félagsrita. Hann tekur þar til meðferðar
tillögur Tómasar Sæmundssonar um stjórnarfyrirkomulag og
alþingi, þar sem Tómas hafði lagt til að líkja sem mest eftir
Erindi flutt 12. jútií 1953 á uppeldismálaþingi.