Skírnir - 01.01.1953, Síða 42
38
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
hinu forna skipulagi. Þessu mótmælir Jón, sem telur það
skipulag ekki eiga við nú. Verði ævinlega að meta, hvað eigi
við og hvað ekki, hvort heldur er, þegar menn hafi hliðsjón
af háttum liðinnar tíðar eða annara þjóða. „Þar í lýsir sér hinn
rétti þjóðarandi, að hann hermir ekki eptir neinu öðru,
heldur velursér með skynsemi það, sem hezt á við og hent-
ugast er á hverri tíð, og er eins hægt að aðgreina þessháttar
aðferð frá eptirhermunni einsog að greina aðferð einkenniligs
manns frá látum þess, sem eptir honum hermir.“ Þá gerir Jón
og mun á, hvort haldið sé við gömlum og góðum háttmn, og
hinu, að reynt sé að vekja upp það, sem algerlega er horfið með
þjóðinni. Hann mælir t. d. með glímum og öðrum íþróttum;
honum þykir vert að halda við kvenbúningnum íslenzka, hæði
sakir fegurðar og hentugleika. Enn þá meira vert en allt hið
ytra er þó það, sem dýpri á sér rætur og er veigameira, svo
sem málið og lyndiseinkunnir þjóðarinnar. Um málið segir
hann m. a.: „Því hetur sem það heldur þeim einkennum, sem
því eru lagin, og því fullkomnara og fjölhæfara sem það er,
því meiri andi lýsir sér í allri athöfn þjóðarinnar, og það er
sannreynt í allri veraldarsögunni, að með hnignun málsins
hefir þjóðunum hnignað, og viðrétting þess eða endursköpun
hefir fylgt eða öllu heldur gengið á undan viðréttingu eða
endursköpun þjóðanna.“
Þó að Jón Sigurðsson mæli í greininni móti smásmugu-
legri eftirhermu á hinum ytri háttum fornaldar, er þó síður
en svo, að hann, hinn mikli sagnfræðingur, sem allra manna
bezt kunni að gera fortíðina að hreyfiafli í líðandi stund, telji
einskisvert að draga lærdóma af liðnum tíma. Þegar hann,
í lok greinarinnar, er að ræða um þær þjóðardyggðir, sem
hann óskar Islendingum, þá segir hann: „Marga af þessum
kostum má læra af enum fornu feðrum vorum, og eptir þeim
eignm vér að breyta; ef vér notum þarhjá reynslu annarra
þjóða og sjálfra vor til að efla framfarir vorar og hagsældir,
þá er engiim efi á, að vér getum tekið eigi alllitlum viðgángi
í mentun og velgengni, og búið eptirkomendum vorum svo
í haginn, að þeir komist enn lengra, og þá er aðferð vor
komin í hið rétta horf, sem hún á að vera.“