Skírnir - 01.01.1953, Side 45
Skímir
Um íslenzkt þjóðemi
41
lega: Berðu ekki við að kalla allt ömmu þína! Hve oft vitna
menn í enska eða ameríska bók, nafnlaust og höfundarlaust,
rétt eins og þá þurfi ekki lengur vitnanna við. Menn gæta
ekki að því, að Pétur og Páll geta verið jafnheimskir þar eins
og hér.
Gott dæmi um veikleika íslendinga í þessum efnum er hin
alkunna saga um vitlausa manninn í útvarpinu. Hér á ár-
unum voru við og við kveðnar rímnastemmur í útvarpinu.
Þá vitnaðist það, að enskur togaraskipstjóri kunni ekki að
meta það kvæðalag og kallaði þetta vitlausa manninn í út-
varpinu. Svo þunglega féll okkur þetta, að rímnastemmur
hurfu að mestu leyti. Um sama leyti var ríkulegum tíma
útvarpsins varið til djasslaga, og er það hógværlega að orði
kveðið, að góður hluti þess, sem þar er að heyra, sé villimann-
leg tónlist.
Nú er það ekki skoðun mín, að söngur allra kvæðamann-
anna sé gallalaus. En því þá ekki að fá betri söngmenn?
Stemmurnar eru alþýðulist, sem lærðir tónlistarmenn og söng-
menn gætu gert nokkuð úr og miklu meira en gert hefur
verið. Það er jafnvel efalaust, að útvarpið gæti unnið þar
drjúgt verk, ef það tæki sér það beint fyrir hendur.
Til þess að ekki hallist á í dómnum, vil ég taka fram, að
útvarpið hefur á hinn bóginn sýnt mikið stöðuglyndi í því
að láta leika klassiska útlenda tónlist.
Sagan af vitlausa manninum i útvarpinu sýnir, hversu
óvarlega er hafnað innlendu efni, sem mætti þroska og efla
(því að varðveizlan ein er aldrei nóg). Sagan sýnir einnig,
hve mikill ljómi er yfir hinu útlenda. En hann getur að líta,
hvar sem er. Hve oft kemur það ekki fyrir, að gáfaðir menn
slá sig til riddara, meira að segja gera sig að spámönnum
hér á landi á einhverju lítilræðinu, mér liggur við að segja
hégómanum, sem þeir hafa lært erlendis. Þeir sjá eitthvað eða
heyra, t. d. á ferð, hrifast af því. Þeir herma eftir því, reyna
að koma því á hér, hugsunarlaust, og landið kveður við af
áróðrinum: hér er að ræða um mesta mál í heimi.
Þá kemur til eitt, sem ég held nærri megi kalla einkenni
íslendinga, fagurt í sjálfu sér, en ekki hættulaust: eins konar