Skírnir - 01.01.1953, Side 46
42
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
hugsjónahneigð. Þeim hættir við að trúa áróðri og gera hann
að hjartans máli sínu. Þeir gleyma stund og stað; i hugsjóna-
vímunni taka þeir ekki eftir, hvað hér á við og hvað ekki,
hvað þessar hugsjónir geta verið dýrkeyptar þessu landi og
þessari þjóð. Þegar þessi hugsjónavíma blandast ljóma mann-
fjölda og auðs, finnast mönnum frumlegar innlendar menntir
og íslenzkt þjóðerni svo undur smátt.
f annan stað kemur svo kaupmennskan til skjalanna. Henn-
ar eðli er það að láta það falt, sem útgengilegt er. Auðvitað
getur þá hallazt á hið innlenda. Ég nefni sem dæmi hið gífur-
lega vald kvikmyndanna og hin gífurlegu áhrif á æskuna.
Áður mótaðist þjóðin af landi sínu, en hvert stefnir nú í því
efni? Þessari spurningu vil ég skjóta fram, en ekki reyna að
svara hér. En tvennt vil ég nefna í sambandi við kaupmennsk-
una: þýðing vondra bóka og sýning vondra kvikmynda. Svo
ágæt og mikils háttar sem kvikmyndalistin er í sjálfri sér,
svo mikil forheimskun og spilling getur verið í listarsnauðum
æsingamyndum, glæpamyndum og rómantískum dellumynd-
um. Hér gætu að vísu ótrauðir dómarar í blöðum gert mikið
gagn með því að hrósa því, sem gott er, og slátra hinu. Þegar
til þýðinga kemur, þá er allt of mikið af þeim, sem sýnir
blygðunarleysi í efnisvali —• fyrir nú utan það fádæma virð-
ingarleysi, sem þar kemur iðuglega fram fyrir íslenzkri tungu
og þar með íslenzkum lesendum. Þá komust reyfaraþýðingar
í öndvegi í íslenzku þjóðlífi, þegar útvarpið gerði á tímabili
útlendar glæpasögur að helzta dagskrárlið sínum.
Fyrrum var sagt: Það er auðlærð ill danska. Menn velja
þá ekki af skynsamlegu viti, eins og Jón Sigurðsson vildi að
væri, heldur herma eftir. Það, sem gerir menn heimskari,
hefur furðulegan hæfileika til að loða í eyrum manna og
huga. Um leið þokast allt í þá átt að einfalda hinn marg-
breytta og blæbrigðarika veruleika, áróðurinn heimskar með
einföldum slagorðum.
I þessu sambandi langar mig að segja sögu, sem er sönn,
en um leið dæmisaga. Nokkrum sinnum hefur það komið í
minn hlut að sýna útlendum mönnum Þingvelli. Þar á meðal