Skírnir - 01.01.1953, Side 47
Skímir
Um íslenzkt þjóðemi
43
hafa verið menntamenn, sem vel vissu, hvílíkur staðurinn
var. Svo eru aðrir, sem ekki vissu neitt verulega um hann.
En með furðulegum hraða og eftir leiðum, sem virðast nærri
dularfullar, hafa menn af síðarnefnda flokknum þó, áður en
búið var að snúa sér við, fengið vitneskju um tvennt: Drekk-
ingarhyl og Peningagjá. Vitneskjan um Drekkingarhyl er sú,
að þar var drekkt konum, sem sviku menn sína — og fylgir
það þá sögunni, að þessi ströngu lög giltu aðeins um konur.
Eins og menn sjá, er þetta grimmileg og rómantísk frásögn,
og hún er gripin fegins hendi. Af Peningagjánni er sagt, að
hún veitir óskir; það er ekki sagt, að sú trú sé ævagömul, en
mönnum er a. m. k. leyft að trúa því.
Alþingi var miðdepill menningar, og menning er marg-
brotinn hlutur, settur saman úr Lögbergi og Lögréttu, Fimmt-
ardómi, Þingvallakirkju, Snorrabúð og Njálsbúð, Fangabrekku
og mörgu öðru, líf, dularfullt eins og líf trésins. Það reynir
á menn að skilja slíkt; þá er auðveldara að festa í minni
barnaskapinn um Drekkingarhyl og Peningagjá.
Þær aðfinnslur, sem ég hef komið með, eru ef til vill óljós-
ari en gott væri, af því ég hef ekki óskað að taka meira af
einstökum dæmum en vera þyrfti. Ég hef enga löngun til að
ráðast á einstaka menn. Það er kristileg regla að elska synd-
arann, en hata syndina, og sú regla er líka réttmæt í verald-
legum efnum.
Menn óska stundum eftir þjóðarmetnaði. Ég mundi heldur
vilja segja: sómatilfinningu. Orðið metnaður felur í sér kapp
og þótta. Einhvers staðar sá ég þá skoðun manns, að þjóð-
erni væri undirrót margra styrjalda. Þetta kann að eiga við
um frelsisstyrjaldir, en annars hélt ég, að menn berðust um
lönd og auð, og fyrir kónga og ríki, og yfirleitt — með fyrr-
greindri undantekningu — ekki fyrir þjóðerni. Þjóðerni má
tengja við metnað máttugs ríkis eða kapp voldugs konungs,
en það er misbrúkun þjóðernisins. 1 eðli sínu er þjóðerni
óskylt allri áleitni við aðra; maður getur elskað sitt þjóðerni
af öllu hjarta og virt þó af alhug það, sem ágætt er í fari
annara þjóða. Metnaðarfull samjöfnun er oftast fánýt og