Skírnir - 01.01.1953, Side 48
44
Einar Ól. Sveinsson
Skírnir
oftast óframkvæmanleg, því að vanalega hafa þjóðirnar ekki
sömu kosti og hafa ekki unnið sömu afrekin, og þá er saman-
burðurinn torveldur. Sérhvert það, sem er ágætt, er eins og
plantan: fagurt í sinni röð, en öðruvísi en annað, og því er
ógerningur að meta, hvort fegra sé eða ágætara.
Þannig skyldi það þá vera: við skyldum velja, dæma
miskunnarlaust það, sem heimskar og spillir, varast eftirlík-
ingar, en læra að meta það, sem ágætt er meðal annara.
Ekki hafa það verið minnstir Islendingarnir, sem færðu lönd-
um sínum hið bezta, sem þeir þekktu erlendis, eins og Svein-
björn Egilsson, sem þýddi Hómerskviður, og Matthías Joch-
umsson, sem þýddi leikrit Shakespeares og margt annað, svo
að nefnd séu aðeins tvö nöfn. En þessir menn stóðu föstum
fótum á íslenzkri jörð, fáir menn hafa metið meira mál sitt,
þjóðerni og þjóðmenningu.
1 Konungsskuggsjá er kveðið svo að orði:
„Ef þú vilt verða fullkominn í fróðleik, þá nem þú allar
mállýzkur, en allra helzt latínu og völsku, því að þær tungur
ganga víðast, en þó týndu eigi að heldur þinni tungu.“
Svo háskalegt sem væri að loka sig úti frá dýrlegum and-
ans verkum annara þjóða, og svo fánýtur sem allur ofmetn-
aður af eigin gæðum er, svo nauðsynlegt er það þjóð að læra
að meta rétt ágæti og afrek sinnar þjóðar, og ekki aðeins
meta þau, heldur og elska, af heilum hug og öllu hjarta, en
án allrar óvildar til annara. Þeir menn og konur, sem hér eru
stödd, hafa hugann fyrst og fremst snúinn að æskunni: það
er eitt aðalætlunarverk okkar allra að vekja skilning æsk-
unnar á ágæti þess, sem ágætt er í íslenzkri menningu og
bókmenntum, og rótfesta í hjarta hennar ást á þessu. Þetta
er miklu meira vert en mikill lærdómur staðreynda í sundur-
leitum efnum. Því að ástin hefur í sér lífgjafarmátt, þróunar-
kraft. Hún vekur þrá eftir því, sem er æðra, mannviti, siðgæði,
fegurð, og meðan hún lifir, er vöxtur og líf, svo að þetta
er líkt því, sem lýst er í Hávamálum:
Þá nam ek frævask
ok fróðr vera,