Skírnir - 01.01.1953, Side 49
Skírnir
Um íslenzkt þjóðerni
45
vaxa ok vel hafask;
orð mér af orði
orðs leitaði,
verk mér af verki verks.
Þó að eigi hafi allir baugar, sem dropið hafa af Draupni
íslenzkrar menningar, verið jafnhöfgir, þá er þar nóg til að
elska, dást að og hafa fyrir undirstöðu tilveru sinnar. Sona-
torrek — Völuspá -— Sólarljóð — Heimskringla — Njála —
Lilja — Passíusálmarnir — kvæði Jónasar, Matthíasar, Einars
Benediktssonar, allt er þetta sprottið upp úr lífi þjóðarinnar,
ávöxtur og tákn anda hennar, og allt væri þetta hlutgengt,
hvar sem vera skyldi. Flest af þessu er mótað þeim einkenn-
um, sem tilheyrðu hérlendum bókmenntategundum; þau ein-
kenni, það skáldskaparlag, sá sagnastíll er hér í fullkomnun
sinni, en um leið er andi þess mannlegur; vandamálin, kvölin,
gleðin, óbundin af stund og stað.
Ég skal ekki fara að telja upp íslenzk einkenni eða þjóð-
ernisþáttu. Mig gæti langað til að ræða um samfelldleik ís-
lenzkrar menningar, sem hrýtur niður mismun stétta og lær-
dóms og tímabila, en það verður að bíða. Mig gæti langað
til að tala um námfýsina, sem ég hygg mikils háttar einkenni,
og er það trúa mín, að þoki námfýsin fyrir lærdóms-
þreytu, sé þjóðin í hættu stödd. Mér kynni að leika hugur á
að nefna margt annað. Líftaug þessa alls er auðvitað íslenzk
tunga. Ég hef ekki neina löngun til að hefja hana upp með
því að lasta önnur mál, en hún hefur ærna kosti og ærna
fegurð, svo að hún verðskuldar, að Islendingar, gamlir og
ungir, elski hana. Furðulegt er að hugsa sér, að hún sameinar
nærri ellefu aldir, svo að innan takmarka hennar er bæði
Egill Skallagrímsson og Hallgrímur og samtíðarskáld okkar;
í heimi hennar er bæði kristni og heiðni, og barnið á skóla-
bekk getur skilið Hávamál. Engin vestræn þjóð er svo vel sett.
Og það er einkennilegt að hugsa sér, að nú, þegar við fáumst
við nýyrðasmíð, búum við að þeirri þjálfun, sem fornskáldin
veittu tungunni, svo að nú leika menn það í einni vísinda-
greininni eftir aðra að skapa sér fræðiorð, sem hæfi þekkingu
nútímans. íslenzkan hefur eftirtakanlegan ímugust á útlend-