Skírnir - 01.01.1953, Síða 50
46
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
um orðum, hún knýr til málhreinsunar, en hún veitir á hinn
bóginn fádæma tækifæri til að skapa orð í staðinn. Ég hygg
með hverjum áratug verði auðveldara að fjalla rnn hvaða efni
sem er á íslenzku, og ef unnt væri að framkvæma kjarnann
úr akademíuhugmynd Björns Ólafssonar menntamálaráðherra
og koma á fót og efla stofnun eða fasta nefnd, sem lið gæti
veitt í nýyrðasmíð og málrækt yfirleitt, mundi þetta enn
þokast fram á við. Og það væri mikilsvert; hér er eitt svið,
þar sem starfs er þörf.
I Bragarbót sinni spyr Matthías Jochumsson:
Hvað er tungan? — Ætli enginn
orðin tóm séu lífsins forði. —-
Hún er list, sem logar af hreysti,
lifandi sál í greyptu stáli,
andans form í mjúkum myndum,
minnissaga farinna daga,
flaumar lífs, í farveg komnir
fleygrar aldar, er striki halda.
Tungan geymir í timans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
darraðarljóð frá elztu þjóðum.
Heiftareim og ástarbríma,
örlagahljóm og refsidóma,
land og stund í lifandi myndum
ljóði vígðum — geymir í sjóði.
Þá væri vel, ef skólamir gætu opnað fyrir æskunni eitthvað
af þessu innra lifi tungunnar. Margt, sem við erum að hjástra
við, setningafræði, greinarmerkjafræði.... er hégóminn ein-
ber hjá þessu.
Fræg eru orð sænska bókmenntamannsins Schucks, sem
greinir þrjár uppsprettur vestrænnar menningar, sem í
stuttu máli má kalla: Biblíuna, hinar grísk-rómversku bók-
menntir og listir, germanskar fornbókmenntir. En þegar um
germanskar fombókmenntir er talað, fellur mikið af þeim í
hlut Norðurlanda og íslands. Sumir útlendir menntamenn