Skírnir - 01.01.1953, Page 52
48
Einar Öl. Sveinsson
Skírnir
hafi íbúatala Hjaltlands verið yfir 30 þúsund, nú 20 þúsund.
Frá Hjaltlandi virðist hentugt að gera út togara, en þeir eru
gerðir út frá Aberdeen, og þangað fer þá ágóðinn.
Skammt norður frá Hjaltlandi eru Færeyjar, fjöllóttara og
hrjóstrugra land. Færeyingar hafa fram á þennan dag varð-
veitt tungu sína, þó að breytt sé og allmjög blönduð. Þeir
hafa varðveitt munnlega mikinn fjársjóð kvæða. Á 19. öld
tóku þeir að rita á tungu sinni að nýju. Þjóðernistilfinning
þeirra glæddist og sjálfstæðisþrá. Það er auðgert að fylla þessa
mynd út nánar, en þetta er Islendingum allt kunnugt. Ég
skal aðeins bæta því við, að árið 1801 voru þeir 5 þúsundir
að tölu, 1949 voru þeir orðnir rúmlega 30 þúsund. Fjái’hags-
lega hafa þeir eflzt að sama skapi. Síðast, þegar ég vissi, áttu
þeir eitthvað nærri hálfum fjórða tug togara.
Auðvitað kemur ýmislegt fleira til greina til að skýra
þennan mismun en þjóðernið og það, sem því fylgir. En hér
er það þó einn meginþátturinn, því að kringumstæðurnar
eru yfirleitt að öðru leyti líkar á báðum þessum stöðum, nema
hvað Færeyjar eru hrjóstrugri.
Islendingar þurfa auðvitað margs við. Margvíslegar kring-
umstæður þurfa að vera og fara saman, svo að vel fari. En
ekkert hreyfiafl kem ég auga á, sem knýi áfram og upp á
við á sama hátt og þjóðernið, menningarerfðirnar og sú frelsis-
og sjálfstæðisþrá, sem samgróin hefur verið þessu. Þessa
hreyfiafls þarf við, svo að það, sem ég kallaði kringumstæð-
urnar, komi að nokkru haldi til lengdar. Og þverri það hreyfi-
afl, munu kringumstæðurnar líka þverra, unz hér er orðin
menningarsnauð og fátækleg jaðarbyggð.
1 sögu þjóðar gengur ævinlega á ýmsu, skakkaföll hljóta
að koma fyrir, ekki síður en höpp. Þó að sumt bili í svip,
má ef til vill fá það aftur. Efnahagur kann að þverra um
stund, en batna þó aftur á nokkrum mannsöldrum, og þjóðin
getur verið jafnrétt eftir. Vera kann, að sums megi í missa, þó
að betra væri að hafa það en án að vera. En sumt verður
aldrei bætt, ef það bilar.
Ég átti fyrir nokkrum árum tal við norska menntamenn.
Þeir ræddu um framtíð Islands. Einn þeirra sagði: Ef Islend-