Skírnir - 01.01.1953, Side 53
Skímir
Um íslenzkt þjóðerni
49
ingar glata tungunni, eru þeir búnir að vera. Ég hygg, að
þessi alvöruorð séu sannmæli.
Góðir áheyrendur! Ég lýk nú máli mínu. Ég býst við, að
hér á þessu þingi verði fjallað um þetta sama efni eða ein-
hverjar hliðar þess og gerðar einhverjar ályktanir um það.
Vera má, að ekki verði allir á einu máli og deilt verði, og er
það eins og gengur. Hitt hygg ég væri þarflegt, að menn
kæmu sér þó að lokum saman um ályktun, sem flestir eða
helzt allir gætu sameinazt um. Ég held alveg nauðsynlegt sé
að bægja frá allri flokkapólitík og flokkaáróðri, ef gagn á
að vera að, en ekki fánýtt karp, og ekki væri heill að því, að
þetta blandaðist í kosningahríðina, svo þokkaleg sem hún
virðist ætla að verða. Menn skyldu í staðinn spyrja einlæglega:
Hvað getum við í skólunum gert sameiginlega til eflingar ís-
lenzku þjóðerni og til glæðingar á heilbrigðum þjóðaranda?
Ekki skal ég lasta almennar yfirlýsingar, en leitið þó fyrst
og fremst að, hvort ekki sé hægt að finna ákveðin, framkvæm-
anleg verkefni eða aðferðir. Finnið eitthvað tiltekið, helzt
stórt, annars smátt, sem til heilla má horfa og þið fram-
kvæmið, eitthvað, sem getur verið vísir að öðru meira síðar.
Reistu í verki
viljans merki,
vilji er allt, sem þarf,
því að sé viljinn einlægur og sterkur, kemur vitið til og
finnur ráð, og á eftir fer verkið, framkvæmdin.
4