Skírnir - 01.01.1953, Page 54
ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON
STEPHAN G. STEPHANSSON
ALDARMEVNING
Erindi flutt aS Laugum 6. september 1955
Nú, þegar minnast skal aldarafmælis Stephans G. Stephans-
sonar skálds, er ekki óeðlilegt, að spurt sé eitthvað á þessa
leið: Hvað hafði hann sér til ágætis um fram flesta menn
aðra? Á boðskapur hans erindi til vor í dag? Veitir hann
oss lið í haráttu vorri, gefur svör við ráðgátum eða leysir
vanda? Túlkar hann tilfinningar vorar eða veitir oss unun
með list sinni? Svalar hann fegurðarþrá vorri, eflir vorn
betri mann og örvar til dáða? Er hann ljós á vegum vorum
og lampi fóta vorra í leit að þroska?
Við þessum spurningum má auðvitað veita margvísleg svör.
En þó geta þau ekki orðið öðruvísi en jákvæð í aðalatriðum.
Sívaxandi orðstír Stephans, frá því hann vakti fyrst athygli
á sér með kvæðum sínum, ber því órækt vitni. f fá eða engin
íslenzk skáld, hygg ég, að sé nú oftar vitnað. Andi hans hefur
aldrei verið betur lifandi með þjóðinni en einmitt nú. Má
svo segja, að hann sé orðinn óskabarn hennar eða jafnvel
dýrlingur. Ég þekki menn, sem hafa Andvökur, ljóðasafn
Stephans, fyrir biblíu og setja hann ofar öðrum spámönnum.
Stephan er orðinn nokkurs konar Baldur hinn góði í með-
vitund þjóðarinnar, en um leið persónugervingur Óðins sjálfs.
Svona ummæli er reyndar hægra að viðhafa en færa
sönnur á gildi þeirra almennt, enda ætla eg mér ekki þá dul.
Þó vil eg tilfæra dæmi um ástsældir Stephans meðal íslenzkra
bænda, enda verður hann að teljast þeirra skáld fyrst og
fremst, þótt öll þjóðin eigi hann að sjálfsögðu.
Einn dag á öndverðum túnaslætti sumarið 1917 vorum við
móðir mín á leið eftir þjóðveginum í Aðaldal. Um miðjan
dalinn gengur bóndi úr slægjunni sinni í veg fyrir okkur