Skírnir - 01.01.1953, Side 58
54
Þóroddur Guðmundsson
SMrnir
fellsá og Víðimýrarsel, þar sem foreldrar Stephans bjuggu,
unz þau brugðu búi og fluttust norður í Bárðardal og urðu
vinnuhjú hjá Kristjáni bónda á Mýri og Helgu konu hans,
sem var hálfsystir föður Stephans. Þá varð Stephan vinnu-
maður hjá Jóni bónda i Mjóadal, efsta bæ i Bárðardal, sem
kominn er í eyði fyrir löngu. Foreldrar Stephans, Guðmundur
Stefánsson og Guðbjörg Hannesdóttir, voru hæði greind og
fróðleiksfús, en ekki auðsæl.
Eftir þriggja ára vinnumennsku í Mjóadal fluttist Stephan
með foreldrum sínum og öðru frændfólki til Vesturheims,
sumarið 1870. Fyrsta árið vestra var hann við daglaunavinnu
í Wisconsin-fylki í Bandaríkjimum, nam síðan land í því
fylki og bjó þar til 1880, fluttist þá búferlum til Norður-Dakota
og nam land í annað sinn, í Garðabyggð. Enn skipti Stephan
um bústað 1889 og nam land í þriðja sinn, í Alberta-fylki
í Kanada, skammt frá Markerville, og bjó þar til dauðadags,
10. ágúst 1927.
Frá því Stephan komst til vits og ára, varð hann að stunda
erfiðisvinnu, meðan kraftar entust. Og honum virðist ekki
hafa verið það óljúft. „Eg sé eftir því að mega ekki sörlast
í fjósum og ösla úti á engjum“, segir hann i bréfi til vinar
síns, Jónasar Halls, 15. maí 1908, þegar heilsan var farin að
bila. Vegna búskaparanna hafði Stephan sjaldnast tíma til
að yrkja kvæði sín fyrr en að loknu dagsverki, eins og heiti
ljóðanna, Andvökur, ber með sér. „Þau eru fæst fædd að
degi til“, segir hann í bréfi til annars vinar síns, Eggerts
Jóhannssonar, 11. janúar 1906. Stephan vann ævistörf tveggja
manna og þeirra gildra, verk bóndans og skáldsins. Og það,
sem meira var: Honum tókst að sætta báða þessa menn heil-
um sáttum. I því var fólginn galdur hamingju hans. Fyrir
þessu merkilega atriði hefur þó aldrei verið gerð grein á
íslenzku, að minnsta kosti ekki eins fagurlega og Kirkconnell
prófessor i Toronto gerir í bók sinni um Stephan. Þar segir
svo (þýtt úr ensku):
„Bóndabær Stephans hefur að líkindum verið einstakur i
sinni röð i Alberta. Þar var sérstakt herbergi helgað bókiðju
og skáldskap húsbóndans eingöngu. Þegar hann hafði lokið