Skírnir - 01.01.1953, Page 61
Skímir
Stephan G. Stephansson
57
Fleyttu þér, fáninn yor góði,
og faðmaðu storminn og lýstu yfir okkur.
Þjóðblettur þerrður af blóði
í þig verði ei nokkur.
Minn oss með ljóði, sem lýðir ei gleyma,
er litimir titra í heiðsvalann raktir:
að hjarta og heima
sé, hvar sem þú blaktir.
Náskyld ættjarðarljóðum Stephans eru kvæði hans um
Kanada. Sagt hefur verið, að hann ynni ekki Vesturheimi
jafnheitt og Islandi og kæmi það fram í kvæðunum. Víst
væri þetta eðlilegt. Líftaugar og hjartarætur vorar eru löng-
um við bernskustöðvarnar bundnar. Stephan játar þetta
sjálfur:
Fóstran gekk mér aldrei alveg
í þess móðurstað.
Það var eitthvað, á sem skorti —
ekki veit eg hvað —
og því hef eg arfi hennar
aldrei vera sagzt.
Þó hefur einhver óviðkynnmg
okkar milli lagzt.
En ekki má taka þessa vísu of bókstaflega. Stephan yrkir
hana 1891, aðeins tveim árrnn eftir að hann kemur til Al-
berta. Ætla má, að dregið hafi úr þessari „óviðkynningu“,
þegar fram liðu stundir. Og þó að meiri hiti kunni að vera
í fslandsljóðum Stephans en Kanadakvæðum hans, hefur fjar-
vistin getað valdið því. Hafa ekki mörg heitustu ættjarðarljóð
íslenzk fæðzt erlendis? Og dvaldist ekki Sigurður frá Arnar-
vatni austur á Seyðisfirði, þegar hann orti: „Blessuð sértu
sveitin mín“, svo að dæmi sé nefnt?
Annars hrífa mig varla meira önnur kvæði Stephans en
sumar náttúru- og mannlífslýsingar hans að vestan, enda
hlaut slíkur maður að verða samgróinn sveit sinni og þjóð-
lífi þar. Bæði hjartað og vitið eru líka með á nótunum, þegar
hann slær hörpuna Vesturheimi til vegsemdar. Sem dæmi
má nefna hið svipmikla kvæði um Klettafjöll, sem gnæfa í
sinni miklu tign við vesturhimin. Þetta kvæði vakti einna