Skírnir - 01.01.1953, Page 62
58
Þóroddur Guðmundsson
SMmir
fyrst athygli marrna á skáldskap Stephans, og af þvi hlaut
hann sitt kenningamafn. Fegurstar þykja mér þó myndir
þær, sem skáldið dregur upp af sínu nánasta umhverfi í
kvæðum eins og „Sveitin mín“ og „Sumarkvöld í Alberta“.
Engum ættjarðarljóðum standa þau að baki um hjartahlýju,
enda játar Stephan þessu héraði ást sina og segir, að sér finnist
hann eiga þar heima. „Ekkert annað kanadiskt skáld hefur
lýst Vestur-Kanada af samhærilegri snilld á nokkurri tungu,“
segir Watson Kirkconnell.
En að hverju leyti eru þá kvæði Stephans um ættjörð og
fósturland sérstæð? „Eg á orðið einhvern veginn ekkert föður-
land,“ segir hann á einum stað. Það er að vísu á tregastundu
talað, en felur þó í sér allan sannleika um þetta mál, ef að
er gáð og orðin rétt skilin. Við síendurtekin bústaðaskipti
austan hafs og vestan, margþætta lífsreynslu og baráttu hafði
hann öðlazt kynni af ýmsum héruðum og þjóðlöndum, en
einkum þó stríðandi fólki. 1 þessum harða, en holla skóla
varð hann mannvinur. „Á fjarstu strönd eg vík að vin, öll
veröld sveit mín er,“ segir hann í kvæðinu „Mála milli“.
Þetta gengur eins og rauður þráður gegnum mestallan hans
skáldskap, en ekki sízt ættjarðar- og fósturlandskvæðin. Hann
ann læknum, af því að hann starfar í þjónustu gróðursins:
En Jiegar að fórstu sem lengst þinnar leiðar
og lægðirnar gerðir að farvegum breiðum,
þá barstu út akarn um hrjóstur og heiðar,
sem hefur nú orðið að laufguðum meiðum.
Um hersvæði þúsund í þúsundir ára
lét þúsund frækornum sáð þin bára.
Kærari er honum þó áin, bæði vegna þess, að hún á fleiri
raddir og hærri róm, og svo af því, að hún er honum ímynd
mannlífsins sjálfs. Og skáldið vill af heilum huga taka þátt
í kjörum fólks og örlögum:
Svo komdu hiklaus, farðu frjáls
um fjörðinn vel og lengi
með skuggafylgsni óss og áls,
með iður, foss og strengi,