Skírnir - 01.01.1953, Síða 64
60
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
lund: Mjöll kóngsdóttir sé enn á lífi og syngi fögur kvæði
við raust. Hún verður honrnn ímynd fjallkonunnar, íslenzku
þjóðarinnar, sem varðveitti dýrlegan auð í óði og sögum,
kunni að þýða flóknar gátur, sem aðrar þjóðir réðu ekki við,
skóp ómetanleg listaverk í þágu sína og þeirra. Loks var hún
svo óvitur að ganga á vald erlends konungs, og er sagt hann
brenndi kraft hennar inni. En skáldið segir, að æskukraftur
þjóðar og lands sé óútbrunninn, blundi aðeins um stund, eins
og Brynhildur forðum, en vakni hertygjaður, áður en varir.
Því að enn eru lesnar sögur og sungin fögur ljóð. Menningar-
arfleifðin, bókmenntirnar, málið og fróðleiksfýsnin eru undir-
staða allrar farsældar og sannra framfara. Þetta sjálfsnám
og viðhald þjóðlegra verðmæta er fyrirheit um nýja gullöld.
Og skáldið endar kvæðið með þessum ódauðlegu vísum:
Það boðar vor, þó beri ei allan brag
af björkunum, sem greru fyrr í móum.
Það fyllir sveit með glaum og gleðilag,
það getur stælt upp runn í eyddum skógum.
Og loks, er vaknar landsins eigin sál
og lítur eins og vorsól yfir dalinn,
hiin fær að erfðmn öllu dýrra mál
og auð í huga söguþjóðar falinn.
Og þessa vissu vakið upp hún fær:
Þó verði skörð í auð og jarðveg frjóan,
ið bezta, sem á grundu hverri grær,
er göfug þjóð með andans fjársjóð nógan.
Því fahn eru í svellum settri jörð
þau sönghljóð djúp, sem þráði, en náði enginn.
En þá mun verða glatt um fjall og fjörð,
er fæst sú hönd, sem kann að spenna strenginn.
Það hefur stundum verið fundið Stephani til foráttu, að
hann ætti fáa strengi i hörpu sinni og tæki ómjúkt á henni,
vitmaður væri hann að vísu, en ósöngvinn og kaldlyndur.
Engin ástæða er til að neita því, að honum voru ærið mis-
lagðar hendur. Öfá kvæði hans eru sannkallað torf eða mjög
stirð. Dæmi þess er óþarft að nefna. Þau eru svo mörg og