Skírnir - 01.01.1953, Side 66
62
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
I gröf þína, Kurlý mín! kveð eg um jól,
í kot þitt, í höll þína inn.
1 fásinni áranna ekki er þér gleymt,
því enn er eg riddarinn þinn.
Annað fagurt ástarkvæði eftir Stephan er „Mansöngur“.
Skáldið trúði að vísu vini sínum fyrir því, að stúlkan, sem
hann orti kvæðið til, væri hans eigin hugsjón. En hver getur
greint þar á milli? Hálfsjötugur að aldri yrkir hann loks
kvæðið „Ástríður Ólafsdóttir Svíakonungs“. Telst það að vísu
til söguljóða, en er í raun og veru ósvikið ástarkvæði fyrst og
fremst. Sýna dæmin, að Stephan var einnig vel hlutgengur
í þessari grein ljóðagerðar, þegar hann vildi svo við hafa.
Ekki bera heldur eftirmælin hans vitni um kaldlyndi. Á
„Helga-erfi“ er áður minnzt. Nefna má líka „I rökkrinu“,
ágætiskvæði. Menn lesi enn fremur minningarljóðin um Guð-
björgu Hannesdóttur, móður skáldsins; syni hans tvo; Sigur-
björn Jóhannsson frá Fótaskinni; séra Friðrik Bergmann;
Þorstein Erlingsson; André Courmont, franskan menntamann
og einlægan Islandsvin, og Robert Ingersoll. Þeir, sem þau
snerta ekki djúpt, hljóta að vera úr skrýtnum steini.
Tvö síðast nefnd kvæði eru sérstæð að því leyti, að þar
tekur skáldið til meðferðar, hvort æskilegt og líklegt sé, að
látnir lifi. En Stephan var framan af efagjarn í trúarefnum,
síðar heiðingi og guðleysingi, að sjálfs hans sögn. Fyrir það
hafði kirkjan vestra andúð á honum. I kvæðinu um Ingersoll,
amerískan höfund, sem deildi mjög á rétttrúnaðarstefnuna,
segir Stephan:
Hver vill lá þér, að þú ekki
ódauðleika girntist þann,
sem er hvorki eign né umbun,
annar sem að fyrir vann?
Verði tíma og eilífð ónýtt
allt, sem eg er, þrái, vil,
þá er sælla að sofna að fullu,
sökkva, týnast — vera ei til.
Rækilegar tekur þó Stephan þetta efni til meðferðar í hinu
stórmerkilega kvæði tun André Courmont. Tilefnið er það,