Skírnir - 01.01.1953, Page 68
64
Þóroddur Guðmundsson
Skírnir
ingn, þótt Stephan væri kominn undir sjötugt, þegar hann
orti það. Þar segir svo:
Eitt sinn verða af alþjóð manna
allir vetrar-hlekkir bræddir,
synir ljóssins sumarklæddir —
lífsvon á ið sigursanna.
En þessi nýja jörð rís ekki af sjálfu sér úr ægi blóðs og tára.
Fólkið verður að skapa sinn framtíðarheim með eigin dáð,
brjótast undan valdi hins vonda: harðstjórnar, hræsni og
svika. Kvæðið er djarfmannleg eggjun til lýðsins. Og skáldinu
gefur sýn fram í þann tíma, þegar lýðurinn hefur leyst sjálf-
ur af sér fjötrana:
Hófu sólar-ljóðs söngva
samerfingjar jarðar,
sérhvert þjóðerni þekkti
þar í sína tungu.
Hér sameinast því sjáandinn og friðarvinurinn Stephan G.
Stephansson, sem fyrr og síðar hafði barizt ósleitilegar gegn
styrjöldum með penna sínum en nokkur annar Islendingur.
f „Transvaal“, einu sínu mesta kvæði, sem fjallar um Búa-
stríðið, deilir Stephan miskunnarlaust á Breta fyrir hræsni
þeirra, herglæpi og fégirnd, en tekur málstað hinna undir-
okuðu Búa. Átakanlegar myndir eru dregnar upp af hörm-
ungum stríðsins: Konur missa eiginmenn og syni. Akrar falla
í órækt. Bú bóndans er óhirt. Sárust er þó sorgin eftir látna
ástvini, suma í blóma aldurs síns. Og það á jafnt við Breta
sem Búa, því að
hvað sem er um ætt og von,
er öllum jafnt að missa son.
f raun og veru hefur skáldið jafna samúð með óbreyttum
liðsmönnum og syrgjandi ekkjum beggja þjóða. Bróðurhugur
hans nær til allra, sem ómaklega þjást. Hann er heimsborg-
ari í þess orðs beztu merkingu og sannur friðflytjandi, af
því að „sverðið sker öll hjartabönd“. Þess vegna ræðst skáldið
á þá, sem koma af stað styrjöldum, valdsmenn og óseðjandi