Skírnir - 01.01.1953, Side 71
Skímir
Stephan G. Stephansson
67
kynslóðir höfðu veitt því á umliðnum öldum. Starf hans bar
blessunarríkan ávöxt. Hann hefti sandfok og græddi skóga.
1 skjóli þeirra festu menn byggð og urðu farsælir. Af honum
lærðu þeir
að hugsa ekki í árum, en öldum,
að alheimta ei daglaun að kvöldum
— því svo lengist mannsævin mest.
Æðsta hugsjón skáldsins er ógleymanlega túlkuð í síðustu
línum þessa undraverða ljóðs:
Það er ekki oflofuð samtíð,
en umbætt og glaðari framtíð
sú veröld, er sjáandinn sér.
Hér verður ekki gerður samanburður á Stephani og öðrum
íslcnzkum skáldum. Sjálfsagt hafa sum þeirra ýmislegt fram
yfir hann, svo sem meira flug og fegurri búning. En mér
er ekkert þeirra kærara. Yeldur þvi bjartsýni hans og karl-
mennska, óttaleysi við hvað, sem að höndum ber, tilfinninga-
auðlegð, mannást og dýpt ljóða hans. Þau ylja líkt og vor-
blær, hressa sem hreint og svalandi lækjarvatn, stæla til dáða
eins og íslenzkar vetrarhörkur eða þá fjallið Einbúi, sem
skáldið kveður um eina af sínum ódauðlegustu vísum. Vissu-
lega er stundum þungt og þreytandi að fylgja honum um
öræfi mannlífsins. En fjallgöngur eru líka erfiðar, og telst
þó að þeim heilsubót.
Við lestur kvæða Stephans hef eg stundum spurt mig að
því, hvað hann hefði lagt til vandamála nútímans, ef hann
væri uppi á vorum dögum. Slíku verður auðvitað aldrei svarað
með öruggri vissu. En óhætt mun þó að segja það, að hann
hefði tekið fagnandi öllu, sem miðaði að eflingu og framgangi
æðstu hugsjóna hans: réttlætis, frelsis og friðar. Mundi ekki
maðurinn, sem deildi svo óvægilega á alla, sem tóku þátt í
heimsstyrjöldinni fyrri, hafa vítt á sama hátt hvern þann
mann og hverja þá þjóð, sem undirbýr styrjöld í orði eða
verki, hvort heldur það er gert undir því yfirskini, að með
vopnum skuli frelsið verja eða með áróðri og kúgun skuli
gera heiminn að einu friðarríki? Hvort tveggja eru blekk-