Skírnir - 01.01.1953, Page 72
68
Þóroddur Guðmundsson
Skirnir
ingar gegn betri vitund. Jafnt blóðugt vopnavald sem harð-
svírug yfirdrottnun, þótt án blóðsúthellingar sé, æsir til rétt-
mætrar reiði og uppreisnar eða þögullar mótspyrnu, sem er
ein tegund af stríði. Um fram allt, hygg eg, að Stephan hefði
nú, sem ávallt áður, verið málsvari lítilmagna, einstaklinga
og smáþjóða, bæði af því að réttur þeirra er heilagur, sem
skáldið segir í „Finis Finnlandiæ“:
Þýzkri valdstjórn verður æðra
vöggukvæðið danskra mæðra,
og líka vegna hins, að
Ömissandi er sú þjóð og bezt —
að mér finnst — sem göfugast og mest
gerir heimi gott af smæstum efnum,
eins og hann kemst að orði í „Ferðaföggum“. Þess vegna er
líka ábyrgðin svo mikil, sem á smáþjóðunum hvílir. Vandi
þeirra er ekki minni en vegsemdin. 1 kvæði sínu „Gróða-
brögð“ segir Stephan svo meðal annars:
1 tvennt skiptast gróðabrögð: gæzluna og aflann.
En geymslan snýst þrótt upp í vandræðakaflann,
eins flókinn um menning sem fé.
Því byggja oft ættlerar frægustu feðra
in fallandi vé.
Það leiðir af annarra loftunga að vera,
en litið sem ekkert lír sínum hlut gera.
Það lækkar. Menn hefjast við hitt,
að horfast í augu við hátignir allar
og hagræða um sitt.
Að skreyta sig glingri úr erlendum álfum
er örvasans fóvit — en týna sér hálfum,
því tap er hvert góðyrði gleymt.
En ráðdeild sú hagsælir heiminn og framtíð,
sem hnoss sín fékk geymt.
Eg veit varla, hvaða boðskapur á erindi til vor nú, ef ekki
áminning sem þessi.