Skírnir - 01.01.1953, Síða 75
Skírnir
Um íslenzka vikivakaleiki
71
um alþýðlegar skemmtanir og hátíðir að fornu og sannkölluð
gullnáma hverjum þeim, sem sökkvir sér niður í það og kynnir
sér hið fyrnskulega efni þess, enda margt þar að finna, sem
bregður birtu yfir hin og þessi óljós atriði í þjóðsiðum annarra
landa eða skýrir þau. Að því er varðar vikivakaleikina, gat
Ölafur Davíðsson stuðzt við býsna fjölbreytilegt efni, sem Pálmi
Pálsson hafði dregið saman, þar með talið safn Jóns Sigurðs-
sonar, en það er nú hluti handritasafns þess, sem Svend
Grundtvig lét eftir sig og geymt er í Konunglegu bókhlöðunni
í Kaupmannahöfn (merkt Dansk Folkemindesamling 67 III).
I þessu safni Grundtvigs er meðal annars hið merkilega
handrit NiSurraSan og undirvisan hvernin gléÖi og dansleikir
voru tiðkadir og um hönd hafSir i fyrri tiS, fært í letur um
1800 eftir frumriti frá því um 1700. Handrit þetta er helzta
og ýtarlegasta heimild, sem til er, um íslenzka vikivaka og
vikivakaleiki. Þangað sækir líka Ólafur Davíðsson efni í lýs-
ingu sína á vikivakaleikjum, og eins hefur Sigfús Blöndal
notað sér þetta handrit í þættinmn „Dans i Island“ í safn-
ritinu „Nordisk Kultur“, 24. bindi (1933). Sigfús Blöndal
])ýðir það reyndar á dönsku orðrétt. Ölafur Davíðsson hefur
að sjálfsögðu haft fleiri heimildir að lýsingu sinni, og af því,
sem hann hefur sett saman úr ýmislegum gögnum, má fá
sæmilega hugmynd um leiki og dansa. En hvorki Ólafur né
Sigfús hefur reynt að finna hliðstæður þessara leikja með
öðrum þjóðum og skipa þeim þar með á sinn stað i stærri
heild.
Nú er það svo, að þessir vikivakaleikir eru margir hverjir
mjög svo forneskjulegs eðlis, enda leifar eða afbrigði gamalla
skrúðgönguleikja, grímuleikja og dansa, sem tíðkuðust á Eng-
landi og á meginlandi álfunnar á miðöldum. Á þessu sviði
þjóðlífs og erfðar, eins og fleirum, hefur Island reynzt nokk-
urs konar receptaculum, þar sem margt sérkenna úr fyrnsku
hefur varðveitzt lítt afbakað langt fram á vora tíð. Blóma-
skeið vikivakaleikja var á 16., 17. og 18. öld, en eflaust má
telja, að þeir hafi lika komið fyrir á Islandi á miðöldum, að
minnsta kosti síðustu öldum þess timabils.
Dans og leikir hafa frá fornu fari átt vinsældum að fagna