Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 77
Skímir
Um íslenzka vikivakaleiki
73
kirkjunnar. Dans og grímuleikir í kirkjmn eða kirkjugörðum
hafa verið furðualgengir í Evrópu á miðöldum og nær ávallt
í sambandi við hátíðavökurnar. Ég ímynda mér, að til grund-
vallar sögnunum um Hrunadansinn og Bakkastaðardansinn,
sem við þekkjum öll úr þjóðsögum Jóns Árnasonar og Sig-
fúsar Sigfússonar, liggi endurminningar fornra hátíðavöku-
dansa, en sagnir þessar hafa verið leiddar alþýðu fyrir sjónir
sem viðsjárverð dæmi þess, hvernig fara kynni, ef menn
gerðust úr hófi fram fiknir í dans og leiki, sérstaklega þó, ef
slíkt væri um hönd haft á jólanótt og innan helgra vébanda
kirkjunnar.
Nokkrir þeirra leikja, sem Gísli Oddsson nefnir, svo sem
Þórhildarleikur, Háu-Þóruleikur, hestreiðarleikur (eða hest-
leikur), hjartarleikur (eða hjörtleikur) og þingálpsleikur, reyn-
ast nú við nánari athugun hafa það sameiginlegt, að þeir eru
eins konar grímudansleikir. Eftir lýsingu Ólafs Davíðssonar,
þar sem hann styðst aðallega við áður nefnt handrit í Grundt-
vigssafninu, er „Þórhildarpresturinn“ karlmaður klæddur síðri
kvenkápu, með stóran hatt á höfði. Hann kýs konu úr hópn-
um, eina af annarri, og vígir hverja um sig einhverjum karl-
mannanna. Um Háu-Þóruleik gegnir svipuðu máli. Þar er
líka karlmaður sérkennilega húinn og heldur á lofti stöng með
kvenmannshöfuðbúnaði, en hefur yfir sér kvenkápu, svo að
því líkt er sem mjög há kvenmynd komi inn í salinn, þar
sem leikfólkið er fyrir. Þessi grýla, sem hefur í fylgd með sér
tvær „skjaldmeyjar“ (sömuleiðis grímubúna karlmenn, að því
er ætla má), veitist að hinum dansendunum á ýmsan hátt
og reynir að þröngva þeim upp að vegg. I hestleik er karl-
maður búinn hestsgervi á þann hátt, sem ég mun lýsa nánar
innan skamms. 1 hjartarleik tekur maður á sig hjartargervi,
og sé kostur hjartar- eða hreindýrshorna, þá eru þau á hann
fest, en logandi kertum komið fyrir í hornuniun. „Hjörtur-
inn“ reynir að komast aftan að stúlkunum í danssalnum og
reka þær saman i hnapp á miðju gólfi. Jafnframt eru sungin
kvæði um hjörtinn eða þá sérstakar mansöngsvisur. 1 þingálps-
leik kemur fram eins konar hræða, likt sem í Háu-Þóruleik,
búin sauðargæru og með hrútshorn. I hindarleik, sem Gísli