Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 78
74
Dag Strömback
Skírnir
Oddsson nefnir líka, er grímubúningnrinn að vísu horfinn,
en öll ástæða er til að ætla, að einnig í þesstun leik, þar sem
karlmennirnir nefndust hirtir og konurnar hindir, hafi menn
áður fyrr búizt dýragervi. f enn öðrum leik, kerlingarleik,
sem kemur ekki fyrir í upptalningu Gísla Oddssonar, enda
þótt hann sé tvímælalaust líka gamall vikivakaleikur, leika
tveir karlmenn í kvenbúningi, annar, kerlingin, með grímu
og hundsskinnshettu á höfði, hinn, dóttirin, með skaut á
höfði.
Hvaðan eru nú allar þessar grímubúnu kynjaverur upprunn-
ar? Eins og ég hef drepið á, hljóta þær að eiga upptök í skrúð-
göngum þeim, dönsum og leikjum, sem tíðkuðust i Evrópu á
miðöldum og voru einmitt samfara hátíðum kirkjunnar, einkan-
lega jóla- og nýársvöku. Ég tek það nú þegar fram um þessa
leiki alþýðunnar sjálfrar, að þeir reynast vera leifar heiðinna
helgisiða, arfur frá heiðinglegri menningu Rómaveldis, þegar
allt er til róta rakið. Kaþólska kirkjan barðist að vísu gegn
því, að leikir þessir færu fram á kirkjuhátíðmn eða i kirkjum
og kirkjugörðum, en þó tókst aldrei að útrýma þeim að fullu
á miðöldum, og þeir hafa jafnvel varðveitzt allt fram á nýju
öld. Margir af leikjum þeim, hópgöngum og grímudönsum,
sem enn tíðkast, eru í þróunarsögulegum skilningi afbrigði
þessara grímuleikja og dansa miðaldanna.
Dýragriman og kvengervi karla eru einmitt auðkenni þess-
ara fornu leikja og hópgangna. f íslenzku vikivakaleikjunum
kveður mest að hirtinum, hindinni, hestinum, hrœSunni og
kerlingunni. Við skulum nú athuga, hversu háttað er um
þessar persónur í leikjum þeim, sem tíðkuðust á meginland-
inu.
í prédikunum á latinu frá 6. öld, sennilega eftir Caesarius
biskup í Arles á Suður-Frakklandi, er farið hörðum orðrnn
mn þær heiðinglegu skrúðgöngur og gamanleiki, sem efnt var
til um nýársleytið (calendae Januariae). í einni þessara
prédikana segir meðal annars: „Á þeim tíma búast heiðingj-
arnir, gagnstætt öllu, sem er náttúrlegt og sæmilegt, í ósið-
samleg vanskapningalíki (obscenis deformitatibus) . .. Svo
býst þetta volaða fólk -— og hvað verra er, einnig ýmsir skírðir