Skírnir - 01.01.1953, Page 79
Skímir
Um íslenzka yikivakaleiki
75
— í afskræmisleg falsgervi, svo að maður hlýtur í fyrstu að
blygðast sín fyrir það, þó að maður hneigist síðan helzt til
að vorkenna því. Því að hver skyni borinn maður myndi
trúa, að fyrirfinnast myndu þeir menn, að leika vildu hjört
(cervulum facientes) og umbreytast þannig í dýrslíki? Aðrir
íklæðast sauðargæru, og enn aðrir setja upp dýrahöfuð og
gleðjast og gamna sér við það að geta tekið sér villidýrsgervi
og dulið svo mannlegt sköpulag sitt. Og er eigi einnig það
mikil smán, að þeir, sem bornir eru með karlmanns eðli, skuli
láta til leiðast að klæðast kvenbúnaði og bleyða svo og bleyta
karbnannskraft sinn í þessu svívirðilega gervi? Og þetta gera
þeir kinnroðalaust, að láta sína hermannlegu armleggi íklæð-
ast kvennalíni!“ 1 annarri prédikun fjallar Caesarius enn um
sama efni og segir: „Því að hvað er eins fávíslegt og það, að
umbreyta karli í konu með tilverknaði háðulegra búnings-
bragða og afskræma ásjónu sína með grímum, sem sjálfir
djöflarnir myndu skelfast? Og hvað er fráleitara en að veg-
sama ódyggðina með ósæmilegum tilburðum og lauslætisleg-
um söngvum blygðunarsneyddrar lystisemdar eða íklæðast
gervi villidýra og gerast líkur rádýri eða hirti, svo að maður-
inn, sem þó er skapaður í Guðs mynd, skuli verða djöflunum
að bráð? . .. Ef þér eigi viljið eiga hlut að þessu syndsam-
lega athæfi, látið þá eigi viðgangast, að hjörturinn eða kálf-
urinn né nokkur þvílík ófreskja hljóti inngöngu í hús yðar.“
1 enn annarri prédikun kvartar biskupinn yfir dansi og gam-
anstefnum fyrir kirkjudyrum og varar enn við búningaleikj-
um með hirti og hind.
Caesarius í Arles er ekki einn um að fordæma þessar dýra-
grímur og kvengervi í leik. f skriftaboðum, prédikunum og
öðrum guðrækilegum ritum frá fyrra hluta miðalda eru ekki
sparaðir áfellisdómarnir yfir slíkum skemmtunum. Einkum
og sér í lagi er veitzt að hjartar- og hindargervi, en sums
staðar stendur líka vetulas aut cervulos, vetula vadere, in
cervulo vel vetula o. s. frv., og gæti verið álitamál, hvort
vetula benti ekki hér til kerlingargervis, en til stuðnings þeim
skilningi mætti minna á islenzka kerlingarleikinn, sem tví-
mælalaust er líka einn af elztu grímuleikjunum. Orðið vetula,