Skírnir - 01.01.1953, Page 80
76
Dag Strömbáck
Skirnir
sem merkir einmitt gamla konu, kerlingu, hafa hins vegar
sumir fræðimenn viljað skýra sem misritun fyrir vitulus,
kálfur, eða aukamynd þess orðs, en á þá skýringu get ég ekki
fallizt, með því að „kerlingin“ á einmitt vel við í þessu sam-
bandi.
Eins og Martin P. Nilsson hefur sýnt fram á í „Studien zur
Vorgeschichte des Weihnachtsfestes“ (í Archiv fiir Religions-
wissenschaft XIX), tíðkuðust þessir dýragrimuleikir ekki nema
á tilteknu svæði Evrópu á miðöldum, sem sé Norður-ltalíu,
Frakklandi og Englandi, og þaðan gengu svo greinar til Spán-
ar og Vestur-Þýzkalands, en þetta eru þeir hlutar Evrópu,
þar sem keltneskra menningaráhrifa hefur gætt. Sérstaklega
athyglisverð í þessu sambandi er þróun slíkra dýragrímu-
leikja, dansa og hópsýninga á Englandi, því að ég hneigist að
þeirri skoðun, að þaðan séu vikivakaleikirnir aðallega komnir
til Islands ó miðöldum, sennilega á síðasta hluta þeirra. Ég
vil ekki fortaka, að eitthvað af leikjum þesstnn kunni að hafa
lagt leið sína yfir Noreg og Danmörku, en norskar og danskar
heimildir um þetta efni eru mjög fátæklegar hjá því, sem
finna má á Englandi og meginlandinu.
Eins og áður er á drepið, átti „hjörturinn“ í hinum íslenzka
hjartarleik að vera með hjartar- eða hreindýrshom, ef því
yrði við komið. Allt fram á vora daga hefur það tíðkazt í
Staffordshire á Mið-Englandi, að dansaður væri svokallaður
hornadans, þar sem sex dansenda báru hornakórónur. Það eru
munnmæli þar í byggðum, að þessi dans hafi fyrrum verið
stiginn í kirkjugarði, og hornakórónmnar eru enn í dag
geymdar i kirkjunni og teknar fram ár hvert á þeim tíma, er
dansinn á fram að fara í smábænum Abbots Bromley. Það
mun hiklaust mega líta á þennan dans sem síðari tíma afbrigði
einhvers af dýradönsum miðaldanna og þá jafnframt sem
hliðstæðu vikivakaleikjanna íslenzku. Þess ber líka að minn-
ast, að vikið er að hjartarleiknum í enskri heimild þegar á
7. öld (í bréfi frá St. Aldhelm).
Merkilegast af ensku efni hér að lútandi er þó „The hobby-
horse“, sem er náinn ættingi og hliðstæða „hestsins“ í hest-
leiknum íslenzka. Við skulum nú athuga þennan íslenzka leik