Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 81
Skírnir
Um íslenzka vikivakaleiki
77
nokkru nánar og hversu honum er lýst í elztu heimildinni,
sem til er um hann, en hún er frá því um aldamótin 1800:
„Honum er svo háttað," segir þar, „að einhver vel sterkur
kallmaður er látinn fara í grind, á stærð við hripsgafl, og
skal hún vera svo þraung, að hún sitji föst ofan á mjaðmar-
beinunum. Við grindina aptanverða er festur beygður sveigur,
vel sterkur og stendur hann aptur og niður á við. Ofan á
sveiginn er bundið rautt klæði, svunta eða eitthvað þess konar
og er það fjötrað eða saumað rambyggilega niður. Tvö eða
þrjú tröf eru látin hánga niður til beggja hliða, en mislitir
klútar og einir tíu látúnslistar eru lagðir á yfirklæðið til
prýðis. Við grindina framanverða er gjörð einhver líkíng
framhluta á hesti með bógum, makka og höfði, ef því varð við
komið, og á brínguna er fest lyklakerfi eða bjöllur og hrínglar
hesturinn þeim, þegar hann kemur inn í gleðistofuna. Sjálfur
er maðurinn færður í mussu eða kjól, sé hann að fá, og er
saumaður hvitur trefill aptur um bakið og fram fyrir brjóstið;
hann hefir og niðurbrettan hatt á höfði, um hann er hnýtt
hvítu handklæði og ná skúfarnir aptur á lendar. 1 leiknum
eru auk þess tvær skjaldmeyjar. Þeim er báðum skautað og
að öðru leyti búnar sem kvennmenn og skrautlegar að sama
skapi og hesturinn. Þær klappa á dyr í gleðistofunni í leik-
byrjan og hlaupa síðan inn.. . Þá kemur hesturinn og taka
skjaldmeyjarnar hann og leika með hann fram og aptur, þáng-
að til hann heltist og hefir að lokum ekki nema annan fótinn.
Þá taka skjaldmeyjarnar hestinn, velta honum um, „skirpa í
hófinn, lemja hann með sínum keflum, þar til hann gjörir
sig óhaltan“. Nú taka þær hann, steypa honum á höfuðið, færa
hann í lopt upp, yfir bita og branda, en hann er að veisa,
heilsa, byrsta sig og hrista, hríngla og leika, svo sem honum
er mögulegt. Á meðan þessu fór fram, voru súngin skopleg
kvæði, helzt um hestinn, skjaldmeyjarnar og viðureign þeirra,
og er vísa þessi upphaf á einu slíku kvæði:
Hvað mun valda gángvara mínum
hann kemur ekki’ á grænan völl?
Onga ber hann menjaþöll;
hann rennur á hófunum sínum.