Skírnir - 01.01.1953, Side 82
78
Dag Strömback
Skírnir
Eigi er þessum leik hætt fyr en alt er „brotið og bramlað
af þeim öllum tilbúníngi og viðhöfn, sem til var sett í
fyrstu“.“ i
Að iitliti hefur hestur þessi í íslenzka hestleiknum verið
sviplíkur þeim hobby-horse, sem fram kemur í morris-dance-
leiknum og lýst er þannig i Oxford-orðabókinni stóru: „Hest-
líkan úr stráfléttu eða öðru léttu efni með sítt söðulklæði, fest
um mjaðmirnar á einhverjum leikanda, sem fremur alls kyns
skringilæti og líkir jafnframt eftir hreyfingum duttlunga-
gjarns og fjörmikils fola.“ Þessi „hobby-horse“ er alvanalegur
í enskum dansleikjum og bendingaleikjum á síðari tímum, en
hann er líka vel kunn leikpersóna í þeim gömlu búninga-
leikjum og dönsum, sem tíðkaðir voru á Englandi alveg eins
og á Islandi á stórhátíðum kirkjunnar, einkum jóla- og nýárs-
hátíð. Merkileg frásögn hér að lútandi er í bókinni The Ana-
tomy of Abuses eftir Phillip Stubbes (1583). Þar er einföld
og eftirminnileg lýsing á alþýðuskemmtun við sveitakirkju
á Englandi ásamt ýmsum fróðleik varðandi þær grímuklæddu
persónur, sem þátt tóku í þessum vökugleðskap, meðal annars
hesta og hræður, einmitt þeirrar tegundar, sem fyrir kom í
vikivakaleikjum á íslandi. Það er tekið fram, að þessar per-
sónur hafi framið dansa sína og leiki í sjálfum kirkjugarð-
inum og haft þar laufskála og bráðabirgðabyrgi þann sólar-
hring, er gleðskapurinn stóð. 1 dansgöngu, sem Stubbes lýsir,
er ekki aðeins „hobby-horse“, heldur líka aðrar kynjaskepnur
(monsters), sem ryðjast að áhorfendum með hnippingum og
hrindingum. Til að mynda eru þar drekar, fáránlega búnir
leikendur, sem hljóta að minna á þingálpið í íslenzku viki-
vakaleikjunmn.
Staðfestingu þess, að hestleikurinn hafi verið algengur á
miðöldum, má enn fremur lesa í ritinu De fugiendis choreis
eftir Stephanus frá Bourbon (um miðja 13. öld). Þar er meðal
annars sögð dæmisaga til að vara við þeim leik. í þorpinu
Elne í Rousillon í Pýreneahéruðum austanvert var það siður,
segir Stephanus, að ungir piltar kæmu saman á dýrlingavök-
1 Islenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur III, 128.—129. bls.