Skírnir - 01.01.1953, Síða 83
Skírnir
Um íslenzka vikiyakaleiki
79
um og stigju dans í kirkju og kirkjugarði íklæddir grímubún-
ingum. Til þessa leiks höfðu þeir tréhest, equus ligneus. Prest-
ur nokkur hannaði þetta, en einn unglinganna þrjózkaðist og
hélt áfram leiknum. Þá skaut upp eldsloga umhverfis hann,
og brann hann til ösku ásamt hestinum.
En bezt hefur hestleikurinn varðveitzt með Böskum í Vest-
ur-Pýreneahéruðum, og þar hefur hann verið iðkaður allt
fram á vora daga. Rodney Gallop lýsir honum í riti sínu, A
book of the Basques, á eftirfarandi hátt:
Til leiksins er valinn bezti dansmaðurinn. Hann kallast
„hrossmennið“ og ber háan, blómskrýddan höfuðbúnað. Um
mjaðmir honum er spennt trégrind, sett gljáandi látúnslegg-
ingum og búin dúkum og borðum. Með hoppi og hringsnún-
ingi kemur nú „hesturinn“ skeiðandi inn í hóp dansendanna,
en í för með honum eru tvær aukapersónur, og kallast önnur
„karlkvendið“. Honum fylgja líka tveir járningamenn. Þeir
elta „hestinn“, en hann fer undan í flæmingi. „Karlkvendið"
reynir að spekja „hestinn“ með því að bjóða honum hafra úr
svuntu sinni, og tekst þá járningamönnum að handsama hann
og járna. Eftir það er „hestinum“ sleppt, en því næst er
hann handsamaður að nýju og má nú þola þá aðgerð, sem
auðmýkilegust er allra, en það er geldingin. Að því búnu
skjögrar hann til og frá um danssviðið mjög þrekaður, nærri
því að þrotum kominn. En smám saman hressist hann við,
fyllist nýju fjöri og tekur að stökkva í loft upp hærra og
hærra og kappkostar að komast svo hátt, að hann sýnist svífa
eitt andartak yfir höfðum dansenda í öllum sínum glæsileik.
1 þessum leik, sem geymzt hefur allt til vorra daga í af-
skekktum kima Evrópu, eru nú auðþekkt mörg atriði úr ís-
lenzka hestleiknum: trégrindin með sitt dinglumdangl, „karl-
kvendið“, járningamennirnir o. s. frv. Af lokaþætti baskneska
leiksins verður líka merking niðurlagsatriðisins í hinum ís-
lenzka fyllilega ljós. Sú einkennilega meðferð, sem hesturinn
sætir í íslenzka leiknum og engin skýring er gefin á, bendir
auðsjáanlega til sömu lítillækkandi aðgerðar sem í hinum
baskneska, en eftir það kemur svo í báðum leikjunum gáska-
fullt valhopp hestsins, afturhvarf hans til lífsins. Sennilegt