Skírnir - 01.01.1953, Side 87
Skírnir
Nokkrar athugasemdir um islenzk bæjanöfn
83
1000 hafa menn t. d. nokkuð almennt vitað, við hvern nafnið
Gizur hviti eða Snorri goði hafi átt. Sennilega hefur flestum
í Rangárþingi verið þá ljóst, að nafnið Njáll ætti við Njál
bónda á Bergþórshvoli. Svo gat mönnum og eigi blandazt
hugur um, við hvern væri átt, ef maður var kenndur til
móðin sinnar, því að slíkt var svo sjaldgæft, t. d. Þorgils
Hölluson. En almennt voru menn — og eru enn —- kenndir
til þess bæjar, þar sem þeir bjuggu búi sínu éSa áttu annars
heima. Þetta var nauðsyn og rótgróin venja. Það var t. d.
nægilegt að segja, að „Guðmundur á Bakka“ ætti tiltekna
kind, ef vafalaust var, við hvaða Bakka var átt, og ef ekki
var um fleiri Guðmunda að tefla. Annars varð að greina
á milli, t. d. „Guðmundur Jónsson“ og „Pálsson“, „yngri“
og „eldri“ o. s. frv. Sá, sem gat ekki kennt sig við neinn hæ,
gat í rauninni sjaldnast gert fulla grein fyrir sjálfum sér.
Þetta er svo alkunnugt öllum, sem alizt hafa upp í sveit á
Islandi eða dvalizt þar, að ekki ætti að þurfa meira mál um
það.
Bráðlega hafa margir bæir verið gerðir í einu og sama land-
námi. Og varð þá auðvitað full nauðsyn á að greina þá
glöggt hvern frá öðrum. Bæi, sinn í hvoru landnámi, þurfti
með sama hætti að greina hvorn frá öðrum. Traðarholt þurfti
að greina frá önundarholti og Kampaholti í Flóa. Skaftaholt
þurfti að greina frá þessum Holtum og líka frá Þrándarholti
o. s. frv. 1 skiptum einstakra manna á milli var þetta óhjá-
kvæmileg nauðsyn. Þórður á Grund átti fé að Grími á Nesi
o. s. frv. 1 skiptum manna við almannavaldið var nauðsynin
ekki minni. Stefna skyldi manni á heimili hans, enda fór
varnarþing hans eftir því. Um þingreið, hreppstjórn og fjallskil
var sama máli að gegna. Bændur af þessum tilteknu bæjum
skyldu t. d. ríða til alþingis með goða sínum. Þessum hænd-
um á tilteknum bæjum skyldi leggja fé á hausti, og hændur
á öðrum tilteknum hæjum skyldu leggja tilteknum bændum
o. s. frv.
Jafnvel flakkarar voru kenndir til ákveðinna hæja, t. d.
hæja, þar sem þeir höfðu fæðzt, alizt upp eða dvalizt, ef þess
var kostur.