Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 89
Skírnir
Nokkrar athugasemdir um íslenzk bæjanöfn
85
bæja hafi lengi, og reyndar að ætlun próf. H. K. fram á 13.
eða 14. öld, verið án eiginlegra (,,sannra“) nafna.
Rök þau, sem próf. H. K. rennir undir staðhæfingu sína um
nafnleysi inna elztu bæja á Islandi, sækir hann í Laxdæla
sögu, enda eru ýmsar hliðstæður annars staðar. Ölafur pá
segir bæ þann, sem henn reisti og áður getur, skulu heita „í
Hjar<5arholti“, en ekki „Hjarðarholt“ einungis. Þorgerður
Egilsdóttir spyr sonu sína, hvað sá bær heiti, er þau ríða
hjá. Þeir svara: „Sjá bær heitir í Tungu“, en ekki aðeins
„Tunga“. Hrútur Herjólfsson gerir bæ, sem heitir „á Kambs-
nesi“, en ekki „Kambsnes“.
Próf. H. K. virðist gera ráð fyrir því, að Hjarðarholt, Tunga
og Kambsnes sé einungis heiti á holti, tungu og nesi, með
öðrum orðum einungis örnefni. Bærinn er þá víst einungis
nefndur bærinn í holtinu, tungunni og á nesinu. Ólafur pá
ætti þá að hafa verið kallaður Ölafur á bænum í Hjarðarholti
o. s. frv. Hann hafi kennt bæinn við holtið, „en ekki gefiS
honum neitt nafn“4)
Próf. H. K. segir (187.—188. bls.): „Þar sem HjarSarholt,
Tunga og Kambsnes voru engin sönn bœjanöfn á 13. öld,
má telja víst, að þau hafi ekki fremur verið þáS á landnáms-
og söguöld“}) Svo klykkir próf. H. K. út með því, „aS langt-
um flestir‘Cl) af inum elztu bæjum landsins hafi „þannig
lengi veriS nafnlausir“})
Laxdæla er talin skráð á 13. öld, og fyrir því telur próf.
H. K. þessa þrjá áðurnefndu bæi ekki hafa borið nein „sönn“
nöfn (bæjanöfn) á 13. öld. I upphafi 12. aldar er Guðmundur
prestur Brandsson þó sagður búa „í Hjarðarholti" (Þorgils
saga og Hafliða, Sturlunga, Rvík 1946, I, 13), og um 1200
er Sighvatur Sturluson sagður hafa gert bú „í Hjarðarholti“
(Sturl. I, 234). Enginn íslenzkur maður, held ég, að sé í
vafa um það, að HjarSarholt sé hér annað og meira en heiti
á tilteknu „holti“. Guðmundur Brandsson býr ekki einungis
i „holtinu“, og Sighvatur Sturluson gerir ekki aðeins bú „í
holtinu". Guðmundur býr í bœ þeim, sem heitir HjarSarholt
1) Leturbr. minar.