Skírnir - 01.01.1953, Side 90
86
Einar Amórsson
Skirnir
og á tilheyrandi landi. Og Sighvatur gerir hú á sama bæ og
sama landi.
Það hefur verið siður frá öndverðri byggingu Islands að
kenna menn til bæjanna, sem þeir áttu heima á. Er þá sett
einhver forsetning milli mannsnafns og bæjarnafns. Svo eru
heimilisföng landnámsmanna og annarra táknuð í landnáma-
bókum. Þorgeir hörzki bjó „í Holti“, Þórólfur „í Þórólfsfelli“,
Ormur bjó „á Ormsstöðum“, Ketill hængur bjó „at Hofi“,
Sighvatur rauði bjó „á Bólstað“, Kolur bjó „at Sandgili“, bær
hét „í Hripi“ o. s. frv. Mætti svo rekja gegnum allar land-
námabækur. Líklega getur enginn íslenzkur maður efazt um
það, að hér sé um „sönn“ bæjanöfn að tefla. Bæirnir, sem
nefndir voru, hafa heitið — og heita svo, þeir, sem enn eru
til — Holt, Ormsstaðir, Þórólfsfell, Hof, Bólstaður, Sandgil
o. s. frv. Hins vegar gat 13. aldar höfundur vel sagt, að bær-
inn héti „í Holti“, „á Ormsstöðum", „at Hofi“ o. s. frv., alveg
eins og höfundur Laxdælu lætur Ólaf pá segja, að bær hans
eigi að heita „í Hjarðarholti“, og sonu Þorgerðar, að bærinn
heiti „í Tungu“ eða bær Hrúts „á Kambsnesi“.
Laxdæla saga hefur annars orðatiltæki sem þessi: Auður
djúpúðga lét reisa bæ, þar sem heitir „í Hvammi“, bær er
þar sagður síðan heita „á Hrappsstö8um“ og annar heitir „á
Goddastö<5um“. Þar segir og, að Snorri goði sé grafinn „í
Tungu“ — og er auðvitað ekki átt við það, að hann sé graf-
inn einhvers staSar í einhverri tungu þar í Dölum, heldur
að bœnum Tungu (Sælingsdalstungu) —- og Bolli og Þórdís
Snorradóttir eru sögð hafa tekið við búi „í Tungu“. Má aug-
ljóst vera, að Tunga er hér ákveðið (,,satt“) bæjamafn.
Það fær því ekki staðizt, að bæir þessir þrír í Dölum, sem
próf. H. K. nefnir til sönnunar staðhæfingu sinni um upp-
haflegt og langvarandi nafnleysi inna elztu bæja — og bæja
einnig seint frá 10. öld — hafi ekki borið eiginlegt bæjar-
nafn á 13. öld, og er þar með í raun réttri fallin fullyrðing
hans um það, að bæir þessir hafi því eigi síður verið nafn-
lausir á landnáms- og söguöld.
En jafnvel þótt staðhæfing próf. H. K. um upphaflegt nafn-
leysi inna elztu bæja væri að einhverju leyti rétt, svo sem