Skírnir - 01.01.1953, Síða 91
Skímir
Nokkrar athugasemdir um íslenzk hæjanöfn
87
að bærinn Hjarðarholt hafi ekki heitið svo í upphafi, svo
sem sagt var, þá hefðu bæirnir skjótt hlotið að fá alveg
ákveðin nöfn. Menn hefðu brátt verið sagðir eiga heima í
Tungu, í Hjarðarholti o. s. frv. Og þessi heiti hefðu þá orðið
föst nöfn á bæjunum, eins og þau hafa verið öldum saman
og eru enn í dag.
Þó að maður, sem gerði nýbýli, þyrfti ekki að lögum að fá
því löggilt nafn, og þótt hann óskaði að hafa það nafnlaust
eða kenna það til einhvers örnefnis, eins og próf. H. K. telur
elztu býlin hafa verið einkennd, þá mundi manninum ekki
gagnazt það. Almenningur mundi skjótt velja býli hans ákveð-
ið nafn, hvort sem honum líkaði það betur eða verr. Þetta
mundi koma fram á skattskrám og útsvars, í kirkjubókum
o. s. frv. Maðurinn yrði víst og að einkenna land og byggingar
á því að einhverju leyti til þinglýsingar, veðsetningar, ef því
yrði að skipta o. s. frv.
Þótt próf. H. K. fullyrði, að „langtum flestir" inna elztu
bæja landsins hafi verið nafnlausir með þeim hætti, sem
hann segir, kannast hann þó við það, að nokkrir flokkar hæja
hafi hlotið eiginleg (eða ,,sönn“) bæjaheiti þegar á landnáms-
öld. Nefnir hann til þessa flokka:
1. „Minningabœi“, er hann nefnir svo. Bæir þessir eru þá
nefndir eftir bæ, sveit eða fólki, sem landnámsmaður hefur
verið tengdur, áður en hann kom til íslands, og eru dæmi
þeirra Gaul, Gaulverjabær, Jórvík, Katanes, Skáney, Sogn,
Vorsabær o. s. frv. Vitanlega er það laukrétt hjá próf. H. K.,
að bæjanöfn þessi eru jafngömul gerð bæja þessara og tví-
mælalaust „sönn“ bæjanöfn. En vel má minna á það, að
höfundar landnámabóka og annarra heimilda 13. aldar hefðu
einstaklega vel getað komizt svo að orði, að tiltekinn land-
námsmaður hefði kallað bæ sinn „í Jórvík“, „í Skáney“, „á
Katanesi“ eða „í Katanesi“ o. s. frv. Hefði nafnið þá ekki
samt orðið talið til inna „sönnu“ bæjanafna?
2. „Ibur'8arbæi“, er fela í sér einhvern glæsibrag, mikil-
leika eða jafnvel steigurlæti, svo sem Mikligarður, Glæsibær,
Sólheimar, Breiðabólstaður (líklega) o. s. frv. Vel gat 13. ald-
ar höfundur kallað, að sá bær héti „í Miklagarði“ o. s. frv.