Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 93
Skírnir
Nokkrar athugasemdir um íslenzk bæjanöfn
89
eða hólum. nesi, eyri, holti, skarði o. s. frv. Urðu ekki heiti
eins og Skógar, Raufarfell, Oddi, Skarð ið eystra og ytra,
Framnes, Selfoss, öndvert nes, Mosfell, Búrfell, Haukadalur,
Skálaholt, Búrfell, Miðengi, Bíldsfell, Gnúpar, Esjuberg,
Meðalfell, Möðruvellir, Leirá, Miðfell, Hvanneyri, Laugar-
brekka, Brimilsvellir, Sauðafell, Reykjahólar, HvaRátur,
Svínavatn, Myrká, Möðrufell, Gnúpufell, Saurbær (Eyjaf.),
Djúpidalur o. s. frv. „sönn“ bæjanöfn alveg eins og Borg,
Grund og Hvammur? Reyndar má og telja þá þrjá bæi Lax-
dælu, sem próf. H. K. telur staðhæfingu sinni um nafnleysi
bæja til styrktar, Hjarðarholt, Tungu og Kambsnes, beinlínis
til „staðháttabæja". Nöfn þeirra eru varla síður miðuð við
staðháttu en Hvammur, Borg og Grund. 1 raun réttri kemur
í þenna flokk allmikið á annað hundrað bæja, þeirra sem
nefndir eru í landnámabókum, líklega upp undir 150 alls,
en hvort sem allir mundu telja bæi þessa alla í þenna flokk
eða ekki, gerir þessi flokkur mikið skarð í tölu bæja þeirra,
sem próf. H. K. vill gera nafnlausa. Jafnvel að ætlun próf.
H. K. hlýtur fjöldi bæja á landnámsöld eða að minnsta kosti
mjög snemma eftir hana að hafa fengið „sönn“ nöfn. Naum-
ast mun of í lagt, að þeir þrír flokkar, sem nii hafa greindir
verið, nemi 40—50% bæja þeirra, sem í landnámabókum eru
nefndir. Og ef svo mikill hluti íslenzkra bæja hefur þá óve-
fengjanlega fengið „sönn“ heiti, þá fer að verða heldur ólík-
legt, að hinn hlutinn, 50—60% inna elztu bæja, hafi verið
nafnlaus og það fram á 13. eða 14. öld með þeim hætti, sem
próf. H. K. segir.
4. Eins og alkunnugt er, eru fjölmargir bæir, sem greindir
eru í landnámabókum, kenndir við ákveðna menn, þannig
að nafn manns (eða viðurnefni) er í upphafi bæjarheitis, en
við það er skeytt öðru nafnorði (í eintölu eða fleirtölu). Til
þessara bæja má fyrst og fremst telja þau bæjanöfn, sem
enda á -staðir (Grímsstaðir, Gíslastaðir o. s. frv.), en um þá
bæi verður síðar talað. 1 annan stað eru allir aðrir bæir, þar
sem annað orð en „staðir“ er skeytt við mannsnafnið (eða
viðurnefnið), t. d. Ólafsvellir, önundarholt o. s. frv. Próf. H. K.
segir, sem rétt er, að margs konar örnefni hafi verið dregin