Skírnir - 01.01.1953, Síða 95
Skímir
Nokkrar athugasemdir um íslenzk bæjanöfn
91
á landnámsöld og síðar í fornöld, þá má óhikað gera ráð
fyrir því, að þessi flokkur bæja hafi skjótt hlotið sín „sönnu“
nöfn, enda varð skilgreining milli bæjanafna á þenna hátt
sums staðar fljótt nauðsynleg. f Flóa voru t. d. að minnsta
kosti þrír hæir, sem hver hét Holt. Þessir bæir voru greindir
hver frá öðrum eftir nöfnum þeirra, sem bæina hafa fyrst
gert (Brattsholt, önundarholt, Kampaholt). f Eystrihreppi
þurfti að greina Þrándarholt og Skaftaholt með sama hætti.
f Rangárþingi voru Lunansholt, Vetleifsholt og Dufþaksholt,
sem einnig þurfti að greina. Bíldsfell þurfti að greina frá
Búrfelli og Mosfelli, sem allt voru landnámsbæir, Hildisey
þurfti að greina frá Hallgeirsey, Ölafsvöllu hefur ef til vill
þurft að greina frá Völlum á Landi eða jafnvel Völlum í
ölfusi o. s. frv. Firðina á Ströndum, sem líka hafa verið bæja-
nöfn, Ingólfsfjörð og Ófeigsfjörð, hefur þurft að greina,
Skjalda-Bjamarvík frá Trékyllisvík og Byrgisvík o. s. frv.
Þórunnarholt, Arnarholt og Stangarholt hefur þurft að greina
hvert frá öðru. Bergþórshvol, Móeiðarhvol og Stórólfshvol
hefur þurft að greina o. s. frv. Ráða má af þessu, þó að ekki
væri annað, að bæjanöfn þessi hljóta að vera jafngömul byggð
í viðkomandi sveitum. Og er yfir höfuð engin ástæða til þess
að halda, að þessi nöfn séu ekki nokkurn veginn jafngömul
bæjumnn, sem þau hafa verið tengd við, þó að vera kunni,
að stundum sé mannsnafnið eitthvað seinna til komið.
Þessi nöfn, sem hér hafa verið greind, munu nema nálægt
20% af bæjanöfnum þeim, sem í landnámabókum eru nefnd.
Og mundi þá nafnlausu bæjunum fækka að sama skapi.
5. Þá verðtn- að athuga kenningu próf. H. K. um „staðabæ-
ina“. Nöfn þeirra eru að sínu leyti mynduð eins og nöfn ann-
arra mannanafnabæja. Og mætti því ætla, að svipað gilti um
þá og mannanafnabæi þá, sem mælt var um í 4. tölulið hér að
framan. Ef t. d. önundarholt hefur verið nafn bæjar þess í
Flóa, sem svo heitir, frá upphafi eða nær því, þá er ekki vel
skiljanlegt, hvers vegna ekki hefði sama gilt, ef bær þessi
hefði t. d. verið kallaður önundarstaðir. Eins og getið var,
telur próf. H. K. „langtum flesta“ inna elztu bæja á Islandi
hafa verið nafnlausa, en aðeins kennda við eitthvert örnefni,