Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 97
Skirnir
Nokkrar athugasemdir um íslenzk bæjanöfn
93
hætti kenndur til nafns (eða viðurnefnis) tiltekins manns,
venjulega þess, er byggt hafði þar fjrrst eða að minnsta kosti
bjó þar, meðan bærinn var notaður. Nafn bæjarins er þá ef
til vill alveg ókunnugt, áður en hann fór í eyði, enda hefur
bærinn þá stundum verið eða getað verið nafnlaus samkvæmt
kenningu próf. H. K.
Þess má geta, þó að það skipti sjálfsagt litlu máli, að próf.
H. K. fullyrðir, að sagt sé, að þar heiti „á X-stöðum“, ef við
eyðibæ sé átt, en „staðabær“, sem í bygging er, sé kallaður
stutt og laggott „X-staðir“. Hann minnir á dæmið um bæ
Þrasa í Skógum, sem fluttur hefur verið, og sagt er um, að þar
heiti nú „á Þrasastöðum". En málvenja 13. aldar hefur þó
ekki verið slík sem próf. H. K. heldur. Þó að bær væri í
byggð, mátti vel segja, að sá bær héti „á X-stöðum“. Laxdæla
saga sýnist kalla bæði bæ, sem er byggður, og eyðibæ „á X-
stöðum“. Hún segir bæ heita „á Goddastöðum“, og er þó
ekki kunnugt, að Goddastaðir hafi þá (eða síðar) verið eyði-
bær. Þá segir í Laxdælu, að Hrappur hafi búið fyrir norðan
á gegnt Höskuldsstöðum, og að sá bær heiti síðan „á Hrapps-
stöðum“, en nú sé þar auðn. Ekki er annað að sjá en bær
Hrapps hafi heitið á Hrappsstöðum, bæði meðan hann var
í byggð og eftir að hann fór í auðn. Sama sýnist hafa verið
um bæ Hrúts, Hrútsstaði. Það hefur verið málvenja að kalla
bæ „á X-stöðum“, eins og „í Hvammi“, „í Tungu“, „í Hjarð-
arholti“ o. s. frv.
Hins vegar skal því ekki neitað, að bær, sem fluttur var,
kunni að hafa fengið nýtt nafn á nýjum stað, en forna nafnið,
sem vel hefur getað verið „staðir“, haldizt á gamla bæjarstæð-
inu, eða jafnvel, að það hafi verið skírt upp og t. d. nefnt
„staðir“. Svo má hafa verið um Þrasastaði, bæ Þrasa í Skóg-
um. Það kann og að hafa borið við, að bær, sem alveg lagðist
í auðn (eða réttara sagt bæjarstæðið) hafi verið nefndur
„staðir“ eftir það, þótt bærinn hafi heitið öðru nafni áður,
en þau tilvik, sem ef til vill má sýna um þetta, eru mikils
til of fá, til þess að leidd verði af þeim nokkur slík almenn
regla, sem próf. H. K. læzt hafa fundið. Og auk þess eru
dæmi próf. H. K. um Steinsholt og Ófeigsstaði, Rauða-Bjarn-