Skírnir - 01.01.1953, Page 102
98
Einar Arnórsson
Skimir
talað. Steinröðarstaðir í Grafningssveit, bær Steinröðar Mel-
patrekssonar, og Másstaðir í Hrunamannahreppi, bær Más
landnámsmanns Naddoddssonar, eru báðir týndir. En engin
rök liggja til þess, að bæir þessir hafi ekki heitið upphaflega
þessum nöfnum, enda verður ekki annað leitt af greinargerð
landnámabóka. Loks má nefna BaugsstaSi, sem bera nafn af
Baugi Rauðssjni, sem var á Baugsstöðum (fornu sjálfsagt)
einn vetur, en nam siðan land í Fljótshlíð. Enginn veit nú,
hvort byggð hefur haldið áfram á Baugsstöðum eftir burtför
Baugs eða verið tekin upp síðar, þó að líklegt megi telja, að
hann kunni að hafa selt landið, enda hefur það þá verið ágætt,
og hafa Baugsstaðir langar aldir verið gagnauðugt stórbýli.
Það er að minnsta kosti alveg ósannað, að nafnið Baugsstaðir
hafi komið á bæinn, eftir að hann hafi verið kominn í eyði.
Kjalarnesþing. Þar eru SkeggjastaSir, bær Þórðar skeggja
landnámsmanns. Ekki er kunnugt, að sá bær hafi farið í eyði
og að nafnið hefði þá verið gefið honum. Bústaður Vífils,
leysingja Ingólfs, er kallaður Vífilstóttir í Sturlubók, en Vífils-
stáSir í Hauksbók. En hvernig sem á þessum mun stendur,
þá leiðir hann ekki til neinnar ályktunar um það, að nafnið
Vífilsstaðir hafi komið á bæinn, eftir að hann var kominn í
auðn, enda ekki kunnugt, að hann hafi nokkurn tíma orðið
eyðibýli. SkúlastaSir, landnámsbær Ásbjarnar özurarsonar,
frænda Ingólfs, er týndur. En engin gögn eru til þess, að
bær þessi hafi ekki heitið svo frá öndverðu, og að minnsta
kosti vantar allar sannanir um það, að hann hafi fengið
nafn þetta, eftir að hann var orðinn eyðibýli.
Þverárþing er mjög auðugt að „staðabæjum“. Þar eru land-
námsbæir eða bæir sona landnámsmanna, sem fengið hafa
nöfn sín í upphafi og ekki er kunnugt, að farið hafi í auðn,
þessir: BekansstaSir, GullberastaSir, AuSsstaSir, AugastáSir,
KjalvararstáSir, SignýjarstaSir, ÚlfsstaSir, ÞorgautsstaSir,
HallkelsstáSir, ÞorvarSsstaSir (væntanlega sami bær og Þor-
valdsstaSir nú), ÁsbjarnarstáSir, HögnastáSir, HáreksstaSir,
ÞursstaSir, JarSlangsstaSir, LambastaSir, BeigaldastaSir (stytt
í Beigalda) eftir Þórði beigalda, manni Skallagríms.
Nokkrir „staðabæir“ hafa týnzt eða farið í auðn í þessu