Skírnir - 01.01.1953, Síða 105
Skimir
Nokkrar athugasemdir um íslenzk bæjanöfn
101
þess, að bærinn hafi verið nafnlaus, þar til er Geirmundar-
staða-nafnið festist við hann, né heldur til þess, að hann hafi
farið í eyði eða verið fluttur til , svo að nafnbreyting eigi þar
til rætur sínar að rekja. Kráku-Hreiðar landnámsmaður er
sagður hafa búið á SteinsstöSum (í Tungusveit). Þessi bær
mun vera kenndur við Tungu-Stein, sonarsonarson Hreiðars.
Landnámaritari sýnist ekki hafa vitað, hvað bærinn hét í
öndverðu, en þar af verður vitanlega engin ályktun leidd
um það, að bærinn hafi verið nafnlaus í upphafi eða farið
í eyði eða verið fluttur, svo að nokkur nafnbreyting hafi
stafað þar af. KollsveinsstaSir, landnámsbær, er týndur, en
engin rök liggja til þess, að bærinn hafi fyrst verið nefndur
þessu nafni, eftir að hann var kominn í eyði. ÞorbrandsstáSir,
bær Þorbrands örreks, munu hafa verið sami bærinn og nú
heitir Ytri-Kot í Norðurárdal í Akrahreppi. Er engin heimild
til að vefengja það, að bærinn hafi upphaflega heitið Þor-
brandsstaðir, hvernig sem annars kann að standa á nafn-
breytingunni.
Þó að bæjar Skefils landnámsmanns sé ekki getið í land-
námabókum, þá mun mega telja, að hann hafi búið á Skefils-
stöSum, sem Skefilsstaðahreppur er við kenndur og verið
hafa í landnámi Skefils. Mun bær þessi hafa borið þetta
nafn sitt allar götur frá landnámstíð. SilfrastaÖir eru sjálfsagt
mjög gamalt býli, þó að ekki verði saga bæjarins rakin til
landnámsaldar.
f VaSlaþingi eru IlámundarstaSir. Helgi magri er sagður
hafa hafzt þar við einn vetur, en síðan hafi hann fengið Há-
mundi heljarskinni, dótturmanni sínum, landið, og gerir
hann þar sennilega bæ og kennir hann við sig. Skiptir víst
engu, hvaða nafn bær Helga magra -—■ einhver húsakynni
hefur hann gert þar — hefur haft. Bærinn hefur verið nefnd-
ur Hámundarstaðir, eftir að Hámundur festi þar byggð. Og
styður þetta ekki eyðibýla- eða flutningskenningu próf. H. K.
f Þingeyjarþingi bera GrenjaSarstaSir og GeirastaSir við
Mývatn nöfn landnámsmanna. Grenjaðarstaðir eru eitt kunn-
asta býli landsins og hafa fráleitt nokkru sinni farið í auðn
eða verið fluttir, enda haft þetta nafn frá öndverðu. Geira-