Skírnir - 01.01.1953, Page 106
102
Einar Arnórsson
Skírnir
staðir hafa haldið nafni Geira, enda þótt hann yrði þaðan
héraðsrækur. Virðist annar maður hafa tekið (keypt?) jörð-
ina, en látið nafnið halda sér. Hitt er með öllu ósannað, að
jörðin hafi nokkurn tíma farið í eyði og býlið hafi þá fengið
nafnið Geirastaðir.
EinarsstaSir og HelgastáSir í Reykjadal eru að vísu sagðir
býli landnámsmanna, en bera þó ekki nöfn þeirra. Er ókunn-
ugt um nöfn hæja þessara í upphafi, en núverandi nöfn sín
hafa þeir fengið af síðari eigendum. En ekki styður þetta
kenningu próf. H. K.
Böðmóður landnámsmaður á Tjörnesi er sagður hafa verið
inn fyrsta vetur á AuSólfsstöSum (Sturlubók), en í BöðmöSs-
kytju eftir Hauksbók. Ökunnugt er um það, hvernig á þessu
„staða“-nafni stendur, og ekki virðist þar hafa orðið hyggð
síðan.
f Múlaþingi eru nokkrir hæir, sem hér skipta máli. Egils-
stáSir og RefsstaSir í Vopnafirði og HákonarstaSir og Skjöld-
ólfsstaSir á Jökuldal bera allir nöfn landnámsmanna. f raun-
inni má sama segja um ArnheiðarstaSi, sem kenndir eru við
konu landnámsmanns. Ekki er kunnugt, að hæir þessir hafi
nokkurn tíma heitið öðrum nöfnum. Skeggjastaðir tvennir og
TorfastdSir í Vopnafirði eru taldir býli landnámsmanna með
allt öðrum nöfnum, og hefur þessara hæja áður verið minnzt.
Bær Hrafnkels er og sagður hafa heitið SteinröSarstaSir og
Ævars gamla ArnaldsstáSir. Allir eru bæir þessir enn til og
alkunnir, nema Steinröðarstaðir. BessastdSir eru sennilega
hyggðir af Bessa özurarsyni og hafa víst haldið nafni sínu
jafnan.
í Skaftafellsþingi voru LeiSólfsstaSir og HranastaSir kennd-
ir við landnámsmenn, en báðir eru þessir bæir komnir í
auðn fyrir löngu. Hins vegar eru engin rök til þess, að þeir
hafi hlotið þessi nöfn fyrst, eftir að þeir voru komnir í auðn.
Milli 80 og 901) landnámsbæir eru nefndir „staSir“ með for-
skeyttu mannsnafni (eða stundum viðurnefni). „Staðabæ-
irnir“ munu nema yfir 20% af landnámsbæjunum, sem
1) Próf. Finnur Jónsson telur „staðabæi" landnámsaldar um 125 (Safn
IV, 417).