Skírnir - 01.01.1953, Page 109
HERMANN PÁLSSON
UM ÍRA-ÖRNEFNI
I
Á Islandi er slæðingur af örnefnum, sem dregin eru af heit-
um erlendra þjóða. Hin elztu þeirra eru frá landnámsöld, en
önnur hafa bætzt við síðan. örnefni, sem dregin eru af heiti Ira,
koma einkum fyrir í vesturhluta landsins; mér er ekki kunn-
ugt um nema eitt austan Reykjahverfis i Þingeyjarsýslu og
Eyjafjalla, og það er sennilega ungt. Flest Ira-örnefnin munu
vera forn, en nokkur eiga rætur að rekja til íra, sem slæddust
hingað í verzlunarerindum á 15. öld. Heimildir okkar um aldur
og uppruna þessara örnefna eru tvenns konar: ritaðar heimildir
og munnmælasagnir. Einungis þriggja er getið í ritum fyrir
1400: Irár undir Eyjafjöllum, í Landnámu; Irlands í Helga-
fellseyjum, í fomhréfi frá síðara hluta 13. aldar; og Irakletts
í Gufuskálalandi, í skjali frá því skömmu eftir miðja 14. öld.
Munnmæla um uppruna örnefna verður getið síðar.
Mannsnafnið Iri kemur einu sinni fyrir i íslenzkum heim-
ildum, útlendur leysingi Þorsteins á Borg hét þessu nafni.1)
Heiti þetta virðist koma fyrir í norskum örnefnum,2) en
engin ástæða er til þess að ætla, að hérlenzk örnefni sé dregin
af því.
II
I Hauksbók Landnámu segir svo af tildrögunum að nafn-
gift Irár: „Eðna hét dóttir Ketils Bresasonar. Hon var gift á
Irlandi þeim manni, er Konáll hét. Þeira son var Ásólfr al-
skik, er í þann tíma fór af Irlandi til íslands ok kom í
Austfjprðu. Þeir fóru tólf saman austan, þar til er þeir kómu
at garði Þorgeirs ins hprzka í Holti undir Eyjafjollmn ok
settu þar tjald sitt, en fprimautar hans þrír váru þá sjúkir.