Skírnir - 01.01.1953, Page 113
Skírnir
Um Ira-ömefni
109
Hvolhreppi er Irahvammur. Brynjólfur Jónsson getur um
þá munnmælasögn, að þar hafi verið dysjaðir írskir menn,
sem fornmenn hafi drepið.12) Á þessum slóðum er Ira-
heiði.12)
Árnessýsla: f hændatali frá 1681 er fyrst getið um
Iragerði í Stokkseyrarhreppi. Þar er einnig örnefnið Ira-
garður.13) Þessi ömefni eru tvímælalaust forn, og svo mun
vera um IragerÖi hjá Skálholti, sem minnzt var á hér að
framan. f Sogi er foss, sem nú er ýmist kallaður Irafoss
eða Yrufoss. Ekki verður fullyrt um, hvor myndin sé upp-
runalegri, enda er mér ókunnugt um gamlar heimildir, sem
geti þess. Ýrufoss væri þó ósennileg mynd (af ýra — úði).
Gullbringusýsla: Skúli Magnússon14) og þeir Eggert
Ölafsson og Bjarni Pálsson’5) geta um Irafell á Reykjanesi,
og hefur Skúli merkt það inn á kort sitt af Gullbringusýslu.
Mér er ekki kunnugt um, að þess sé getið annars staðar. Jón
Helgason hefur getið sér þess til, að heitið stafi af misskiln-
ingi og sé átt við Sýrfell.16)
Kjósarsýsla: í Kjós er fjall, sem heitir Irafell og sam-
nefndur bær. Hans er getið í fornbréfi frá 1547.17)
Snæfellsnessýsla:18) írafell er í Helgafellssveit norð-
ur af Ljósufjöllum, og annað írafell er suðvestur af Drápu-
hlíðarfjalli. Skammt frá þeim er Irá. í landi Gufuskála er
Iraklettur, sem fyrst er getið í landamerkjabréfi frá því um
1360: „Hraunskardsmenn eigu ei(g)i náttbol utar fie sijnu
enn under jraklette.“19) Irland heitir eyja í Helgafellseyjum,
og er hennar getið í máldaga Jónskirkju að Helgafelli frá því
um 1274.20) Annað Irland er undan Eyrarodda vestan Kol-
grafarfjarðar. Við Grafárósa í Breiðuvík er frskatóft, frsku-
tóftir heita í túninu á Arnarstapa. Hjá Gufuskálum eru
trskrabrunnur og frskubú'Öir. Um írskubúðir segja munn-
mæli, að þar hafi irskir skipbrotsmenn hafzt við. írskaleiö
heitir eyjasund milli Bálkhólms í Rifgerðingalöndum og Hrís-
eyjar í Yxneyjarlöndum. Sagnir þar vestra herma, að írskir
menn hafi haft verzlun á Vestliðaeyri og sé Irskaleið kennd
við þá.21) Austan við Búðá er íraklettur.
Dalasýsla: Á Vestliðaeyri í Hörðudal eru IrskubúÖir.