Skírnir - 01.01.1953, Page 116
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
ÍSLENZK SKJALASÖFN
Frummerking orðsins skjal mun vera: ritað sönnunargagn.
Skjal fyrir jörð er kaupbréf, gjafabréf eða annað plagg, sem
sannar eignarheimild á henni. Kvittun er skjal fyrir því, að
fé sé greitt. Rökstudd skrifleg ákæra eða vörn er skjal kær-
anda eða verjanda. Oft er átt við fleiri en eitt bréf, þó að orðið
skjal sé haft í eintölu, og eru þá öll bréf, sem málsaðili hefur
fram að færa, nefnd í einu lagi skjal hans. Sbr. „mitt skjal
(skr. skæl) . . . kirkjunnar máldagi og svo bréf".1) önnur
merking orðsins skjal og leidd beint af frummerkingu þess
er: sönnun skrifleg eða með öðrum hætti. Sbr. „skjal með
bréfum og innsiglum eða svörðum eiðum“.2) Þriðja merking
orðsins skjal, er: bréf eða ritaður gjörningm-, sem hefur réttar-
gildi. Skjöl kirkna og klaustra eru máldagar þeirra, bréf,
dómar og aðrir gjörningar um eignir þeirra og réttindi. Skjöl
jarðar eru bréf, sem sýna, hverjir eigendur hennar séu eða
hafi verið, lögfestur og landamerkjadómar m. m. Þessi merk-
ing er algeng á 17. og 18. öld, og nægir að vísa til Árna
Magnússonar, þó að hann noti öðrum þræði erlenda orðið
dokument í sömu merkingu.
Á 18. og 19. öld verður það algengt að hafa orðið skjal
(oftast í flt.) sérstaklega um plögg embætta og stofnana. Sbr.
orð eins og skjalasafn, skjalahirzla, leyndarskjalasafn, sem
merkja söfn slíkra plagga og geymslustaði þeirra.
Þessi málvenja var fest og löghelguð, þegar hér var stofnað
skjalasafn að erlendri fyrirmynd (Landsskjalasafn 1882). Síð-
an er orðmyndin skjöl í lögum og reglugjörðum um skjala-
1) DI VII, 536—37 (1500).
2) DI VIII, 108 (1506).