Skírnir - 01.01.1953, Qupperneq 117
Skímir
Islenzk skjalasöfn
113
söfn notuð i sömu merkingu sem orðið arkivalier hefur í
Norðurlandamálum (archivalien á þýzku). Skjöl eru bréf,
hvers konar gjörningar eða plögg, sem gjörð eru í þjónustu
embætta eða opinberra stofnana, svo og bréf öll eða skýrslur
til embættismanna og opinberra stofnana og hvers konar
plögg, sem lögð eru fyrir embættismenn eða opinberar stofn-
anir. Plögg embætta og stofnana, laus skjöl og embættisbækur,
eru meginstofn flestra skjalasafna nú á dögum. Eigi að síður
eiga þar samastaði öll þess kyns plögg, sem áðan var getið
við þriðju merkingu orðsins skjal, þó að gjörð séu á vegum
einstakra manna. Bréf og gjörningar m. m. úr miðöldum eða
litlu yngri eru oft nefnd einu nafni fornbréf, sbr. bókartitill-
inn Islenzkt fornbréfasafn.
I dómskapafræði nota lögfræðingar orðið skjal í sérstakri
merkingu, og skal þess getið, að hún er ekki bundin við rit á
bókfelli eða pappír. T. d. verður ljósmynd af manni, sem lögð
er fram í dómsmáli, eitt af skjölum þess.1) En sú merking
skiptir ekki miklu í þessari ritgerð, þar eð gögn, sem lögð eru
fram í dómsmálum, fylgja að sjálfsögðu skjalasöfnum dóm-
stóla.
Fram um siðaskipti vitum vér ekki um önnur skjalasöfn
hér á landi en við biskupsstóla, kirkjur og klaustur. Þessar
stofnanir voru kyrrar á sömu stöðum öld fram af öld, og
mátti það, eins og Jón Þorkelsson benti á, vera næg ástæða
til þess, að skjalasöfn mynduðust fremur við þær en veraldleg
embætti, sem ekki voru bundin við fasta embættisbústaði. En
það er og vafalaust, að skjalagerð hefur lengi framan af verið
mest á vegum kirkjunnar. f þjóðveldislögunum fornu er að-
eins eitt ákvæði um skjalagerð. Það er ákvæði kristinréttar
um skráningu kirknamáldaga. Þar er svo fyrir mælt, að hver
maður, sem kirkju varðveiti, skuli láta gera máldaga hennar
allan á skrá. Svo auðug og voldug sem kirkjan var, liggur í
augum uppi, að þjónar hennar þurftu um margt skjöl að gera.
Auk skjala, sem gerð voru beinlínis í þjónustu kirkjulegra
1) Einar Arnórsson: Almenn meðferð einkamála í héraði, bls. 231
(fjölrituð bók).
8