Skírnir - 01.01.1953, Page 119
Skírnir
Islenzk skjalasöfn
115
Spumingar biskupa um trú og siðgæði m. m. ásamt svörum
presta og safnaða er stundum ritað í sérstakar bækur. Flestir
eða allir lutherskir biskupar á báðum stólum hafa haldið bréfa-
bækur, en þess ber að gæta, að framan af eru þær ekki að öllu
leyti embættisbækur. f þeim eru auk embættisbréfa einkabréf
biskupa og margt annað, sem snertir þá, en ekki embætti
þeirra. Svo er um bréfabækur Gissurar Einarssonar og Guð-
brands Þorlákssonar, og í bréfabókum Brynjólfs biskups eru
fyrst og fremst einkabréf hans. f bréfabókum Þórðar biskups
Þorlákssonar er að vísu töluvert af einkabréfum o. þ. h., en
embættisbréf eru þar í yfirgnæfandi meirihluta. Embættis-
bækur einvörðungu eru bréfabækur Þorláks Skúlasonar og
Hólabiskupa þaðan í frá, svo og bréfabækur Skálholtsbiskupa
eftir Þórð Þorláksson. Prestastefnubækur eru til úr Skálholts-
stifti síðan 1639 og úr Hólastifti að mestu leyti síðan 1659.
Þorlákur biskup Skúlason hefur haldið prestastefnubók, en
hún er glötuð.1)
Eins og áður getur, voru framan úr miðöldum geymd við
biskupsstólana söfn bréfa og gjörninga, sem snertu hagsmuni
þeirra og kirkjunnar. En fram um 1700 verður þess lítt vart,
að biskupar hafi hirt að geyma komin bréf um dagleg af-
greiðslumál, og er sennilegt, að slikum bréfum hafi venjulega
verið fleygt, þegar ekki þurfti lengur á þeim að halda vegna
embættisverka. Á 18. öld taka báðir biskupar að geyma komin
bréf, svo sem gert var við embætti stiftamtmanns og amt-
manna.
Með konungsbréfi 2. október 1801 var biskupsstóll á Hólum
lagður niður og stofnað embætti biskups yfir landi öllu. 1
hans vörzlu komu að sjálfsögðu skjalasöfn beggja hinna fornu
stóla. Nú var tekin upp sú nýbreytni í skrifstofuhaldi biskups,
1) Hennar er getið í skiptum eftir Gísla biskup Þorláksson 1685. Þar
komu einnig til skipta bréfabók Ólafs biskups Hjaltasonar og „reiknings-
og bréfabók sub dato 1517“, e. t. v. brot úr bréfabók Gottskálks biskups
Nikulássonar, hvort tveggja glatað nú. Skipti þessi eru skráð í bréfabók
Þórðar biskups Þorlákssonar 1684—89, bls. 173-—74. Sbr. Skrá um skjöl og
bækur í Landsskjalasafninu í Reykjavik II, 212—14. Bréfabók Ólafs Hjalta-
sonar hefur verið til fram yfir 1700. Sbr. Arne Magnussons private brev-
veksling, bls. 565, 576 og 581.