Skírnir - 01.01.1953, Side 122
118
Björn K. Þórólfsson
Skimir
verið haldnar bækur yfir gjörðir þess, heldur hafi hver gjörn-
ingur eða dómur einungis verið gefinn út sérstaklega. Lög-
mennirnir Þórður Guðmundsson (sunnan og austan 1570—
1605) og Jón Jónsson (norðan og vestan 1573—1605) hafa
fundið missmíð á þessu. Þeir héldu hvor í sínu lagi bækur
yfir það, sem gerðist á alþingi í lögmannstíð þeirra, og héldu
þeir þær að eignum hvötum, án þess að lögboðnar væru. 1 bók
Þórðar eru einnig skráðir lögmannsdómar, sem hann dæmdi
utan alþingis. Árið 1631 var í fyrsta skipti á alþingi eiðsvar-
inn þingskrifari eða landsskrifari, eins og hann var oft nefnd-
ur, og með konungsbréfi 28. apríl 1638 var lagt fyrir hann
að halda fullkomna gjörðabók þingsins. Alþingisbækur hafa
verið haldnar óslitið frá 1570, þangað til alþingi við öxará
lagðist niður, þó að sumt þeirra sé nú glatað. Frá 18. öld eru
til dómabækur yfirréttarins á alþingi og veðmálahækur þings-
ins.
Alþingi við öxará eignaðist aldrei sérstakt skjalasafn. Skjöl
þess og bækur geymdust einkum við æðstu embætti landsins,
svo og við embætti sýslumanna o. s. frv. Ýmsir menn eign-
uðust söfn alþingisbóka.1)
Eins og Islenzkt fornbréfasafn her með sér, hefur það löngu
fyrir siðaskipti verið orðin föst regla að skjalfesta dóma, hvort
sem dæmdir voru á alþingi eða af lögmönnum og sýslumönn-
um í héruðum, en dómar dæmdir í héruðum hafa lengi fram
eftir einungis verið gefnir út sérstaklega eins og alþingisdóm-
arnir. Ekki vitum vér, hvenær sýslumenn tóku fyrst að halda
þingbækur yfir dóma sína. Jón Þorkelsson taldi, að Ari lög-
maður Jónsson (d. 1550) hefði haldið bók yfir héraðsdóma
sína, er hann dæmdi sem sýslumaður, en því miður greinir
J. Þ. ekki rök fyrir þessu. Ef álykta má eftir geymd bóka,
hafa sýslumenn orðið seinni til en lögmenn að halda þing-
bækur, enda sennilegt, að lögmenn hafi verið fyrirmyndir
sýslumanna um bókahald. Aðeins ein þeirra dóma- og þing-
bóka sýslumanna, sem geymzt hafa, dómabók Gísla Árna-
1) Sbr. Jón Þorkelsson: Skrá um skjöl og bækur í Landsskjalasafninu í
Reykjavík, III, bls. xii—xxi. Alþingisbækur Islands, formálar fyrsta og ann-
ars bindis.