Skírnir - 01.01.1953, Page 123
Skírnir
Islenzk skjalasöfn
119
sonar á Hlíðarenda, sýslumanns í Rangárþingi, hefst fyrir
1600. Hún nær yfir árin 1597—1612, en að öðru leyti eru
ekki til dómahækur úr Rangárþingi þangað til 1771. Frá 17.
öld eru til dóma- og þingbækur úr Árnessýslu, Gullbringu-
sýslu, Snæfellsnessýslu, Dalasýslu, Rarðastrandarsýslu, Húna-
vatnssýslu, Skagafjarðarsýslu og Eyjafjarðarsýslu. Þess verð-
ur einnig vart á 17. öld, þó að óvíða sé, að sýslumenn haldi
bréfabækur og manntalsbækur. Frá 18. öld eru til dóma- og
þingbækur úr nálega öllum sýslum landsins. Þá taka sýslu-
menn almennt að halda manntalsbækur, bréfabækur og enn
fremur skiptabækur, sem eru alls ekki til eldri en frá þeirri
öld. Seint á öldinni halda sumir sýslumenn bréfadagbækur,
og á 19. öld voru þær almennt teknar upp við sýslumanna-
embætti. Þá verður bókahald sýslinnanna fjölbreyttara og um-
fangsmeira en fyrr, enda skjalasöfn þeirra betur geymd.
Fyrst framan af munu sýslumenn hafa talið þingbækur
og dómabækm einkaeign sína og þær þá gengið til erfingja,
en ekki fylgt embættunum, og sömu leið hafa önnur plögg
farið, sem að réttu lagi voru eign embættanna. Övíst er, hve-
nær sýslumenn hafa tekið að geyma skjalagögn embættanna
hver fram af öðrum, en víst má telja, að í sumum sýslum
hafi sá siður verið á kominn á síðara hluta 17. aldar. Upp
frá því taka að myndast skjalasöfn við embætti sýslumanna.
Hér má geta þess, að með konungsúrskurði 29. marz 1727
var þeirri reglu komið á, að hver sýslumaður skyldi eiga
heima innan þeirrar sýslu, sem hann væri yfir skipaður.
Með þessu var dregið úr þeirri hættu, að skjalagögn sýslu-
manna lentu í hrakningum, sem hætt var við, þegar þeir
bjuggu í fjarlægð við sýslur sínar.
Um siðaskipti eru Bessastaðir orðnir fast aðsetur þeirra,
sem fóru með æðsta umboð konungs á Islandi. Eftir siða-
skiptin fór konungsvald mjög í vöxt, og sérstaklega varð
gjaldheimta af hálfu konungs meiri en fyrr hafði verið, þar
sem eignir klaustra og miklar jarðeignir aðrar féllu nú undir
hann. Eir auðsætt, að Bessastaðamenn hafa haft umfangs-
miklum störfum að gegna, enda myndaðist á Bessastöðum
elzta skjalasafn veraldlegs valds hér á landi. Elzta dagsett