Skírnir - 01.01.1953, Blaðsíða 124
120
Björn K. Þórólfsson
Skírnir
skjal, sem nú þekkist úr því safni, er konungsbréf 13. apríl
1565, þar sem Stóri dómur er staðfestur. Skjalagögn frá Bessa-
stöðum úr tíð höfuðsmanna eru að miklu leyti jarðabækur
og önnur plögg um eignir konungs hér á landi.
Síðasti höfuðsmaður yfir fslandi andaðist 1683, og eftir lát
hans komst hér á sú skipun æðstu embætta, sem fylgdi ein-
valdsstjórn í löndum Danakonungs. Sama ár var skipaður
hér landfógeti, sem átti að annast fjárreiður af konungs hálfu.
Arið 1685 var skiþaður yfir fsland stiftbefalingsmaður eða
stiftamtmaður, sem nú varð æðsti embættismaður landsins
og sat í Kaupmannahöfn, en hér á landi var skipaður amt-
maður 1688, og fór hann með umboð stiftamtmanns jafn-
framt amtmannsembætti. Bæði landfógeta og amtmanni var
fenginn bústaður á Bessastöðum. Stiftamtmaður fluttist hing-
að til lands 1770, og upp frá því voru amtmenn fleiri en einn,
þangað til embætti þeirra voru lögð niður. Skrifstofuhald og
þar með skjalasöfn þessara embætta var með sama hætti og
við sams konar embætti í Danmörku, en sameiginlegar fyrir-
myndir voru skrifstofur stjórnardeilda í Kaupmannahöfn.
Skrifstofuhaldið var að miklu leyti bréfaskipti, þar með taldar
skýrslugjafir. Bréfabækur og komin bréf voru meginstofn í
skjalasöfnum stiftamtmanns og amtmanna, og líkt má segja
um skjalasafn landfógeta, en það mótaðist mjög af umfangs-
miklu reikningshaldi við embætti hans. — Skjalasafn stift-
amtmanns fluttist að sjálfsögðu með honum hingað til lands.
Árið 1803 var tekið að halda bréfadagbók við embætti stift-
amtmanns, sem einnig var amtmaður í suðuramti. Amtmaður
í vesturamti hafði haldið bréfadagbók síðan 1787, en vegna
skjalabrunanna hjá amtmanni nyrðra verður ekki vitað, hve-
nær hann hafi tekið upp þann sið. Við landfógetaembættið
var bréfadagbók tekin upp 1803.
Landlæknisembætti var stofnað hér á landi 1760, og var
skrifstofuhald landlæknis í meginatriðum líkt skrifstofuhaldi
stiftamtmanns og amtmanna.
Á 19. öld fjölgaði mjög embættum og stofnunum. Merk-
astar nýrra stofnana voru landsyfirréttur, sem skipaður var
aldamótaárið 1800, og endurreist alþingi, sem tók til starfa